Nýr formaður Landssambands lögreglumanna

0snorrimagnussonMig langar að segja frá því að æskuvinur minn og bloggvinur einnig, Snorri Magnússon var nýverið kjörinn formaður Landssamband Lögreglumanna. Það er ábyrgðarstarf en ég veit að Snorri á eftir að sinna því af alúð og trúmennsku, og óefað að miklum krafti.

Atkvæði í kjörinu  féllu þannig:

Listi með Gils Jóhannssyni sem formanni fékk 151 atkvæði eða 30 % atkvæða
Listi með Snorra Magnússyni sem formanni fékk 358 atkvæði eða 70 % atkvæða.

Auðir og ógildir seðlar voru 14.

Innilega til hamingju gamli vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Áttu útistandandi hraðasektir, eða hvaða greiða vantar þig?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.4.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Þakka þér gamli vinur.......

Hvaða komment er þetta með sektirnar og greiðann???

Eitthvað vandamál virðist vera með bekkjarmyndina!!

Snorri Magnússon, 3.4.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 Sorry báðir... féll fyrir bráðalöngun til að tormenta Breiðhylting.

Já, Markús, hvar er bekkjarmyndin..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.4.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bekkjarmyndin er á einhverju skrýtnu formi sem bloggið virðist ekki vilja þyggja. Verð að reyna að finna út úr því, enda myndin stórkostleg. Snorri, hafðu ekki áhyggjur af Helgu Guðrúnu, hún elskar að kasta grjóti

Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband