Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Söknuður

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Tímaspursmál hvenær leitað verður til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEONCIE REIÐ LANDSBANKANUM

Sennilega meginástæða falls gamla Landsbankans...

Leoncie 

Þetta segja þeir á DV að minnsta kosti:

http://www.dv.is/frettir/2008/10/9/leoncie-reid-landsbankanum/

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr banki eftir helgina - nýir seðlar

milljon 

Þær sögusagnir eru uppi að hinn nýi banki muni fá heitið KGB

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Vill seðlabankastjórana burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur því að hafa áhyggjur af þessu ástandi?

Þetta las ég á frábæru bloggi í vikunni. Þvílík sannindi segi ég nú bara. Verzt að ég man ekki slóðina en ég ætla að leyfa mér að vitna í höfund bloggsins:

 Gengur ekki að hafa áhyggjur af organisma sem er jafnstór og sjór eða gengi. Allavega ekki þegar maður er dropi.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Vilja fresta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Melding um ógn og gelding

doddsonwelding JonAsgeir 

Þessar fékk ég sendar á tölvupósti: 

Hlýði fólk á mína melding:
Í morgun laust hér niður elding.
Okkar bíður ógn og gelding.
Undirritað: Lárus Welding.
 
 
Davíð segir drengnum Geir:
„Að drottna minn er starfinn.
Í Seðlabanka Baugur deyr
og Bjöggarnir fá arfinn.“

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Búist við tíðindum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ekkert svar

Um síðustu helgi upplifði ég mikinn dónaskap á Steak and play og setti þessa færslu http://markusth.blog.is/blog/markusth/entry/653721/ inn í kjölfarið, auk þess sem ég sendi tölvupóst á Steikina. Enn hefur ekkert svar borizt frá skemmtistaðnum og efast ég um að það komi úr þessu.

Skítt með það - fer bara aldrei þangað framar.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


Fjárfestar athugið

Ef þið hefðuð lagt 100.000 kr í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 kr. Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 kr. 
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 kr væri minna en 500 kr eftir.

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 kr upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna.

Reyndar miðast þetta ekki við árið í ár þannig að þarna hefur eitthvað breyst og líklega eru tölurnar í dag bjórnum enn meira í hag. 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Krónan enn í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð að sönnu

Sporðdreki: Það er svo mikið búið að vera í gangi að þig langar helst að fá að vera einn í ró og næði í nokkra daga. Smá reddingar fyrir friðinn, en þú meikar það alveg.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband