Mitt faðir vor

Eftir Kristján frá Djúpalæk

Kannski er von til að breyta því sem aflaga hefur farið? 

Ef öndvert allt þér gengur

og undan halla fer

skal sókn í huga hafin

og hún mun bjarga þér.

Við getum eigin ævi

í óska farveg leitt

og vaxið hverjum vanda,

sé vilja beitt.

 

Hvar einn leit naktar auðnir,

sér annar blómaskrúð.

Það verður, sem þú væntir,

það vex, sem að er hlúð.

Því rækta rósir vona

í reit þíns hjarta skalt,

og búast við því besta

þó blási kalt.

 

Þó örlög öllum væru

á ókunn bókfell skráð,

það næst úr nornaböndum

ef nógu heitt er þráð.

Þrjú orð að endurtaka,

ég er við hvert mitt spor:

fegurð, gleði, friður-

mitt faðirvor.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband