Mein gott!

Hvað ég nenni ómögulega að blogga, en ákvað samt að láta vita að ég væri á lífi og við sæmilega heilsu. Takk fyrir innlitið. Góðar stundir.

Bloggfærslan og allt sem í henni stendur er á ábyrgð þess sem skrifaði hana. Það var hvorki Björgólfur yngri né eldri sem stýrði fingrunum yfir lyklaborðið, hvað þá Jón Ásgeir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Gott að vita af því að þú ert enn á fótum. Hefur konfektátið á aðventunni eitthvað með orkuleysið að gera?

S. Lúther Gestsson, 16.12.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Beturvitringur

Ágæti  Markús, þú ert sem sagt sæmilega ern og klæðist hvern dag?

Beturvitringur, 17.12.2008 kl. 01:34

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er gott að vita

Sporðdrekinn, 17.12.2008 kl. 01:58

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

já, ég er barasta alveg sæmilegur, er ekki enn farinn að úða í mig konfekti, klæði mig nánast á hverjum degi.

Markús frá Djúpalæk, 17.12.2008 kl. 07:28

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér sýnist flestir eitthvað latir við bloggið þessa dagana. Ég er allavega í sama liði og þú.

Sigþrúður Harðardóttir, 17.12.2008 kl. 08:17

6 Smámynd: Snorri Magnússon

Fastur á fésbók???????

Snorri Magnússon, 17.12.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Beturvitringur

Hef líka tekið eftir blogglægð. Minna að skoða og ennþá minna að skrifa. Það er búið að blogga svo mikið í kringum kreppuna að ljóst fer að verða að ekki leysi það neitt.  Fésbók deilir líka tímanum sem maður situr á gyllinæðinni.

Beturvitringur, 17.12.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sigþrúður. Gott að vera ekki einn í liði. Snorri, fésbókin er eitthvað fíflalegasta og gagnslausasta fyrirbæri sem ég hef orðið var við á lífsleiðinni, sem þó er orðin býsnalöng. Ég er að minnsta kosti ekki enn búinn að átta mig á töfrum hennar. Beturvitringur, svo þarf auðvitað að undirbúa jólin.... þau virðast aldrei geta komið sjálfkrafa...

Markús frá Djúpalæk, 17.12.2008 kl. 20:56

9 Smámynd: Beturvitringur

Jólin sleppa sko ár eftir ár í gegn, án þess að ég hafi nokkuð fyrir því!

Já, ég er með Fésbókartilraun. Veit ekki enn hvað hún býður uppá, ef eitthvað. Reyndar hef ég loks séð nákomin "ættingjabörn" á myndum á fb.  Kannski er þetta sneddý en líklegast er þetta söfnunargrunnur netfanga fyrir e-a sem við þekkjum ekki en munu nýta sér á einn eða annan hátt.

Svo sé ég að fólk á 200-300 "vini". Það er alltaf að hoppa upp einhver sem vill vera "vinur" manns. Mig langar ekkert til að Petra og Pála komist að öllu sem mér dettur í hug að skrifa fyrir alvöru vini mína.  Fræddu mig. Hefurðu kíkt á þetta.

Beturvitringur, 17.12.2008 kl. 22:59

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Heill og sæll Markús!

Jólakveðja til þín og þinna

Kærar kveðjur frá okkur í Garðabænum

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Beturvitringur, ég gæti ekki verið meira sammála þér með þessa blessuðu Smettis-skruddu. Mér finnst þetta hægvirt apparart sem hefur að mínu viti ekki nokkra gáfulega funksjón. Ef einhver er ósammála mér og getur fyllt mig rökum um eitthvað allt annað er ég tilbúinn að hlusta á það. Halldóra, takk sömuleiðis og kærar þakkir fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári. Skilaðu góðri kveðju til fjölskyldunnar.

Markús frá Djúpalæk, 22.12.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband