Lífs eða liðinn?

Ekki að það skipti öllu máli varðandi þessi skelfilegu tíðindi en í fréttinni segir:

Byssumaðurinn beindi byssunni að eigin höfði og reyndi að fremja sjálfsmorð án árangurs. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Tammerfors í Tampere til aðhlynningar. Hann mun vera alvarlega slasaður.

Síðar segir:

Slökkviliðsfólki var meinað að fara inn í bygginguna meðan enn stóð ógn af árásarmanninum. Um leið og fréttir bárust af því að hann væri látinn fór slökkviliðið inn í skólann og náði stjórn á eldinum. Lögreglan óttast hins vegar að byssumaðurinn hafi komið fyrir sprengju í skólanum áður en hann svipti sig lífi. 

Þarna er skrifað fullum fetum um að maðurinn sé látinn. Misræmi í sömu fréttinni, ekki satt?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Margir sagðir látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég velti þessu líka fyrir mér, er ekki lesið yfir fréttirnar áður en þær eru birtar?

Sunna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er auðvitað oft mikill hraði í þessu, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera

Markús frá Djúpalæk, 23.9.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Beturvitringur

Maður þarf oft að taka á honum stóra sínum, til að finna út meiningu og fréttir í boði Mbl (og örugglega fleirri)

Beturvitringur, 23.9.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Iss, bara Mogginn...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2008 kl. 15:38

5 identicon

Eg man ekki eftir svona villum og einnig allskyns målfarsvillum i prentutgåfu Moggans i gamla daga. ( Fyrir daga Internetsins ).  Heimur versnandi fer !

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

En hann er dáinn... og 10 fórnarlömb hans líka. Nú segja fréttir hér að það eigi að setja á fót sérstaka eftirlitslögreglu með netinu þar sem flestir þeir sem fremja ódæði af þessu tagi séu búnir að hóta því áður. Í gær kom mynd af þessum manni á youtube sveiflandi skammbyssu. Þar sagði hann frá fyrirætlunum sínum sem hann hrinti síðan í framkvæmd daginn eftir. Sorglegt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband