Lengi lifir í gömlum glæðum

 gamaltpar

Roskin hjón voru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt á lítilli sveitakrá. Eiginmaðurinn hallaði sér upp að frúnni og sagði: Manstu eftir því þegar við elskuðumst í fyrsta skipti fyrir rúmlega 50 árum ?

“Þú studdir þig upp við girðinguna ......”

Já ég man þetta vel segir konan með dreymnum svip og brosir við bónda sínum.

Hvernig væri að endurtaka þetta ? Bara svona til að rifja upp gamla tíma. Girðingin er ennþá hérna og ekki langt undan!
Ooooooohhhhh , Stebbi …. segir frúin feimnislega, þú litli …. Mér finnst þetta frábær hugmynd.

Ungur maður við næsta borð heyrði á tal hjónanna og trúði varla sínum eigin eyrum . Hann ætlaði hreint ekki að missa af þessu og elti gömlu hjónin út.

Gömlu hjónin lölluðu af stað með stafina sína og hölluðu sér hvort að öðru til að fá betri stuðning.

Þegar þau komu að girðingunni, lyfti sú gamla pilsinu og smeygði sér úr naríunum og sá gamli lét sínar buxur sömuleiðis falla. Um leið og frúin hallaði sér upp að girðingunni , laumaði karlinn sér inn að aftanverðu.

Skyndilega upphófust einhverjar fjörlegustu og kraftmestu samfarir sem maðurinn hafði nokkru sinni orðið vitni að. Gömlu hjónin hristust og skulfu og létu eins og brjálæðingar upp við girðinguna og héldu þannig áfram í rúmlega 40 mínútur. Konan ákallaði guð og sá gamli hékk aftan á henni eins og það væri hans síðasta. Skyndilega var eins og allur vindur væri úr þeim og þau féllu niður í grasið.

Maðurinn sem varð vitni að þessu starði næstum úr sér augun. Hann hafði aldrei séð annað eins.
Hann átti bágt með að trúa því sem hann hafði séð.

Þegar gamla parið hafði legið í langan tíma í grasinu til að jafna sig , risu þau á lappir og komu flíkunum í réttar skorður.

Ég verð að spyrja þann gamla hvernig hann fór að þessu , hugsaði sá ungi með sjálfum sér. Þau voru eins og hraðlest! Gjörsamlega óstöðvandi.

Þegar gömlu hjónin gengu fram hjá manninum sagði hann: Þetta var ekkert smáræði. Þið hljótið að hafa verið að í 40 mínútur. Hvernig fóruð þið að þessu ??? Er það kannski leyndarmál ?

Nei sko það er ekki leyndarmál sagði gamli maðurinn og ranghvolfdi augunum…. nema hvað að fyrir 50 árum var þetta ekki rafmagnsgirðing!!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú heyrðir ekki ömmu kvarta, var það..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.9.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ömmu...? Varetta amma þín?

Markús frá Djúpalæk, 5.9.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Amma einhverra örugglega. Mínar voru báðar komnar í himneska ástarleiki fyrir tíma rafmagnsgirðinga.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.9.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Linda litla

Snilldargóður þessi

Linda litla, 5.9.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Landi

Fást svona girðingar í hjálpartækjabankanum

Landi, 5.9.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 5.9.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband