Stjörnustríð á fimm mínútum og þrjátíuogfimm sekúndum
24.8.2008 | 16:09
Alfred Matthew Yankovic, betur þekktur sem Weird Al flytur hér sína útgáfu af Stjörnustríði við hugljúfa tóna sem Don MacLean samdi á sínum tíma og kallaði American Pie. Alfred Matthew Yankovic er búinn að fíflast með tónlist annarra höfunda í næstum þrjátíu ár, yfirleitt með frábærum árangri. Hann hefur selt haug af plötum og hlotið ýmis verðlaun, en hefur stundum lent í smávægilegum vandræðum, stundum vegna höfundaréttar og stundum fyrir að stíga á viðkvæmar tær. Ég er búinn að fylgjast með honum síðan ég keypti "Like a surgeon" árið 1984... glöggir lesendur eða minnugir vita sennilega hvaða lagi Al sneri þar yfir á skurðlækna.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.