Saga úr sveitinni

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Gæsaveiðitímabilið að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 18.8.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 Ka-tiss!

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 01:44

4 Smámynd: Skattborgari

Það er gott að eiga þennan bústað upp á að fá ekki óvænta gesti.

Skattborgari, 19.8.2008 kl. 01:57

5 identicon

Og hvað tengist þessi "brandari" þessari frétt?

 Óþolandi athyglissjúkir bloggarar gera það að verkum að mbl.is er að verða að leiðinlegustu síðu allra tíma.

Til hamingju.

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:56

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sæll Björn. Fyrirgefðu að ég skuli vera að skemma mbl.is svona fyrir þér. Þarft ekkert að kíkja til mín aftur. Sæll og bless.

Markús frá Djúpalæk, 20.8.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

fairy Björn, ekki vera vondur við Krúsa minn, hann er rjómi!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.8.2008 kl. 15:19

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gamlir bitrir menn með bfg sem hafa ekki annað að gera en skeyta skapi sínu á saklausum bloggurum ættu bara að henda tölvunni sinni og hoppa á henni. Fengju þar útrás fyrir eitthvað af uppsöfnuðum pirring. Hver biður fólk að lesa blogg+athugasemdir?

Brynja Hjaltadóttir, 20.8.2008 kl. 17:44

9 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Góður þessi

Vilborg G. Hansen, 21.8.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband