Saga úr sveitinni
18.8.2008 | 15:11
Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður. Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.
-Verönd, hvað er það?
Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað.
-Nei, það er ekkert svoleiðis.
En salernisaðstaða?
-Það er fínasti kamar rétt hjá.
En ekkert klósett inni?
-Nei.
Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.
-Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Gæsaveiðitímabilið að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sporðdrekinn, 18.8.2008 kl. 16:24
Ka-tiss!
Markús frá Djúpalæk, 18.8.2008 kl. 16:54
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 01:44
Það er gott að eiga þennan bústað upp á að fá ekki óvænta gesti.
Skattborgari, 19.8.2008 kl. 01:57
Og hvað tengist þessi "brandari" þessari frétt?
Óþolandi athyglissjúkir bloggarar gera það að verkum að mbl.is er að verða að leiðinlegustu síðu allra tíma.
Til hamingju.
Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:56
Sæll Björn. Fyrirgefðu að ég skuli vera að skemma mbl.is svona fyrir þér. Þarft ekkert að kíkja til mín aftur. Sæll og bless.
Markús frá Djúpalæk, 20.8.2008 kl. 11:23
Björn, ekki vera vondur við Krúsa minn, hann er rjómi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.8.2008 kl. 15:19
Gamlir bitrir menn með bfg sem hafa ekki annað að gera en skeyta skapi sínu á saklausum bloggurum ættu bara að henda tölvunni sinni og hoppa á henni. Fengju þar útrás fyrir eitthvað af uppsöfnuðum pirring. Hver biður fólk að lesa blogg+athugasemdir?
Brynja Hjaltadóttir, 20.8.2008 kl. 17:44
Góður þessi
Vilborg G. Hansen, 21.8.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.