Ætli hann hafi verið á Cortinu?
28.7.2008 | 16:02
Lögreglan stöðvaði þéttvaxinn, ungan mann á leið upp Bankastrætið aðfaranótt laugardagsins. Eftir að áfengismælir sýndi að það var ekkert alkóhól innanborðs í pilti, spurði löggan drenginn: Ég er ljóshærður, hvaða afsökun hefur þú? sem svaraði að bragði að hann hefði haft prófið tiltölulega stutt, það væri nú afsökunin. Mikið gleður það mig að þú látir ekki menntun þína flækjast fyrir fávisku þinni. Þá fór nú að síga í ökumanninn sem hvæsti á lögreglummanninn hvort hann vissi hvern væri að kalla heimskan. Enn hélt vörður laganna ró sinni og svaraði: Hvern kalla ég heimskan? Góð spurning, ég veit það ekki. Hvað heitir þú?
Ungi maðurinn var nú orðinn frekar pirraður og hvæsti á lögguna: Ég sé að þú hefur verið svo ánægður með hökuna á þér að þú hefur bætt tveimur við. um leið og hann smellti Cortínuninni í bakkgír og kom sér niður á Lækjargötu aftur.
Verðir laganna hristu hausinn og ákváðu að láta þann stutta fara í friði.... En sástu hvað gaurinn var feitur, svo feitur að bíllinn hans er sennilega eini bíllinn í bænum með slitför.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ók upp Bankastrætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Cortinur voru eðalvagnar af beztu sort, átt 70´módelið
Frikkinn, 28.7.2008 kl. 16:25
Já, ég held að þessi á myndinni sé 72 árgerð...
Markús frá Djúpalæk, 28.7.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.