Pierce Brosnan ţykir enginn stórsöngvari
15.7.2008 | 11:51
Reyndar ţykir Brosnan svo lítill söngvari ađ salurinn skellti upp úr um leiđ og hann hóf upp raust sína til söngs í laginu SOS. Kannski var ástćđan í og međ sú ađ viđ erum vanari ţessum heillandi írska leikara í hlutverki njósnara hennar hátignar eđa hörkutóla af öđrum uppruna sem dytti ekki til hugar ađ syngja í sturtu, hvađ ţá viđ önnur tćkifćri.
Ég hafđi ljómandi gaman af Mamma Mia, hún er ţeirrar náttúru ađ kalla fram hlátur og grátur á sama tíma. Enda hefur mig langađ lengi ađ sjá söngleikinn. Söguţráđurinn er í sjálfu sér ekki merkilegur, sagan er um tvítuga stúlku sem býr ásamt einstćđri móđur sinni, hótelrekanda, á grískri eyju. Međan veriđ er ađ undirbúa brúđkaup stúlkunnar kemst hún yfir rúmlega tuttugu ára gamla dagbók móđur sinnar sem leiđir í ljós ađ ţrír menn gćtu hugsanlega veriđ fađir hennar. Hún grípur til sinna ráđa og ákveđur ađ bjóđa ţeim öllum til brúđkaupsins, sem ţeir ţiggja.
Glens og gleđi rćđur ríkjum í myndinni boriđ uppi af hinni frábćru tónlist ABBA flokksins. Allir leikarar myndarinnar skila sínu međ prýđi, ungir sem aldnir. Ţađ var sérstaklega gaman ađ sjá hvađ Meryl Streep sem verđur sextug á nćsta ári lítur vel út. En tónlistin er auđvitađ snilldin sem límir myndina saman.
Eitt stakk svolítiđ í augun, myndin gerist greinilega í nútímanum en ţegar gamlar myndir birtast af hinum hugsanlegu feđrum eru tveir ţeirra hippar og sá ţriđji pönkari. Fyrir rúmum tuttugu árum voru flestir almennilegir töffarar međ blásiđ hár og sítt ađ aftan í snjóţvegnum gallabuxum, reyndar var kannski einn og einn pönkari eftir. Hippar voru aflóga grín á seinni hluta níunda áratugarins, ţannig ađ vonbiđlarnir hefđu veriđ óttalegir lúđar á ţeim tíma. Mig grunar ađ ástćđan fyrir ţessu sé sú ađ söngleikurinn var frumsýndur á sviđi 1999 sem gerir síđhćrđa hippa og leđurklćdda pönkara örlítiđ eđlilegri tuttugu árum fyrr. En ţetta er nú bara smámunasemi og tuđ.
Ég mćli eindregiđ međ ađ fólk flykkist á myndina Mamma Mia sér til yndis og ánćgju!
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Mamma mía! Íslendingar flykkjast á ABBA-mynd | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er sćt og skemmtileg mynd en hljóđiđ mćtti vera betra. Pínu svona eins og ţađ sé sungiđ ofan í dós.
Pierce Brosnan er algjört augnakonfekt og myndin í heild flott međ fullt af gömlum góđum Abbalögum sem passa skemmtilega viđ söguţráđinn.
Sigríđur Ţórarinsdóttir, 15.7.2008 kl. 18:37
Augnakonfekt já.... og eyrna ...
Markús frá Djúpalćk, 15.7.2008 kl. 18:47
Heyrđi sagt um PB í MM: "Held'ann ćtt'ađ halda sig viđ Bondinn!" Ţarf samt ađ sjá hana. Heyrđi ađ Kungfu Panda vćri frábćr skemmtun fyrir alla aldurshópa, - hver kynslóđ sér sína útgáfu
Beturvitringur, 15.7.2008 kl. 20:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.