Eigum við að brjálast?

Mikið er langlundargeð þessarar þjóðar! Æðstu ráðamenn hennar, fólkið sem við veljum yfir okkur til að halda hér öllu í lagi gerist uppvíst að mannréttindabrotum, óráðsíu, valdhroka, vingulshætti og kunnáttuleysi í stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Og hvað gerum við? Tuðum á blogginu, í kaffistofunum og í heitu pottunum. En ekkert breytist. Hvers vegna? Jú, við sem réðum þetta fólk til starfa þorum ekki að segja því upp. Er ekki kominn tími til að senda öllum æðstu ráðamönnum þjóðarinnar uppsagnarbréf, rétt eins og gert væri við vanhæfa starfsmenn og stjórnendur í hvaða fyrirtæki sem er. Við getum ekki horft upp á þetta lengur.

Fjandakornið!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Stýrivaxtalækkun frestast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikið skelfing er ég glöð með þig í dag Markús.  Híhí.

Alveg kominn tími á fjöldauppsagnir í greininni.  Sko pólitíkinni.

Trúðu mér samt verður kysst á sama vöndinn næst þegar kosið verður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

O Ekkí! Eins og gamla fólkið sagði.

Markús frá Djúpalæk, 3.7.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Halelúja.

Viðtakandi: Björn Bjarnason  Dómsmálaráðherra

Ágæti starfsmaður, þar sem starfskyldur þínar hafa ekki ræktar sem stjórnarskrá bíður, er litið svo á að þér hafið ekki uppfyllt þann fjögurra ára ráðningarsamning er við yður var gerður. Er þér hér með sagt upp störfum. Þér fáið engar eftirlaunagreiðslur aðrar en þær er segir fyrir um í samningum BSRB, og fáið engar 500 kr. þó þér farið yfir byrjunnarreitinn.

Virðingarfyllst,

Yðar yfirboðari, íslenska þjóðin 

Aðalheiður Ámundadóttir, 3.7.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Svo er bara að fjölfalda

Markús frá Djúpalæk, 3.7.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband