Þreyta í Skagafirði
19.6.2008 | 22:05
Skagfirski bóndinn hringdi í lækninn sinn og sagði:
"Mér þætti vænt um, " ef þú gætir komið við einhvern daginn, og litið á hana Ingu mína. "Jú, það er sjálfsagt," svaraði læknirinn.
"Er hún eitthvað lasin ?"
"Æ, ég veit það varla", svaraði bóndinn.
"En í gærmorgun fór hún á fætur um sexleytið eins og venjulega og mjólkaði beljurnar og gaf mér og kaupamönnunum morgunkaffi og þvoði þvottinn.
Svo fór hún í bókhaldið og eldaði síðan matinn og þvoði upp og snéri heyinu og girti kartöflugarðinn og gaf hænunum og mokaði fjósið. Loks eldaði hún svo kvöldmatinn og þvoði upp áður en hún fór í að mála stofuna, og svo þegar leið að miðnætti fór hún eitthvað að tuða um að hún væri þreytt. Ég held kannski að hún ætti að fá vítamínsprautur eða eitthvað".
"Svona gengur þetta alla daga og ég verð að notast við vinnukonuna á
nóttunni."
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hálendisbjörn er hugsanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
hehe góður
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:24
auli..........
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 23:01
hehehe góður þessi ekki í lagi með suma.
Skattborgari, 19.6.2008 kl. 23:39
Voðalegur slappleiki í grey konunni :Þ)
Beturvitringur, 20.6.2008 kl. 00:50
Já það er nauðsinlegt að hafa viðhald!
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 20.6.2008 kl. 10:23
-Gæti þetta flokkast undir "eðlilegt" viðhald? Og ef við gæfum okkur það, -hvernig myndi þá "óeðlilegt" viðhald líta út??
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 17:52
Markús frá Djúpalæk, 21.6.2008 kl. 17:56
Já það hefur löngum loðað vig skagfirðinga og marga fleiri að BJARGA sér.
Eiríkur Harðarson, 22.6.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.