Péturskirkjan
6.6.2008 | 10:46
Ekki í Róm, heldur á Akureyri. Katólska kirkjan keypti tvö hús þar í bæ árið 1954. Annað var notað fyrir kapellu og þar bjó löngum prestur. Líknarsystir frá Írlandi hefur séð um hana síðan 1995 og safnað saman katólikkum til messu, sem prestur frá Reykjavík annast. Söfnuðurinn stækkaði verulega og því voru gerðar áætlanir 1998 um að breyta öðru húsinu í kirkju með safnaðarsal. Umsjón með verkinu hafði Aðalgeir Pálsson og Kristjana Aðalgeirsdóttir, arkitekt gerði teikningar að breytingunum. Jóhannes Gijsen, biskup, blessaði kirkjuna 3. júní 2000 og nefndi hana Péturskirkju. Jafnframt stofnaði hann Péturssöfnuðinn, sem nær til Norður- og Austurlands. Prestur býr að Eyrarlandsvegi 26 við hlið kirkjunnar auk þriggja karmelsystra af guðlegu Hjarta Jesú.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Flott hús!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 15:56
Og fjarska vel málað!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.6.2008 kl. 16:20
Falleg litasamsetning...
Markús frá Djúpalæk, 6.6.2008 kl. 17:33
Heill og sæll!
Gaman að þessu .Dúllulegt guðshús!
Lít við hjá þér öðru hvoru!
Kveðja úr Garðabæ
Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.