Kvikmyndagagnrýni

Rétt fyrir klukkan fimm í dag datt ég inn á einhverja útvarpsstöð þar sem var á lærðan máta verið að fjalla um bíómynd. Þarna sátu þrjár manneskjur, þáttastjórnendur tveir og gagnrýnandinn. Hann talaði fram og til baka um kvikmyndina, myndina, þessa mynd og ég veit ekki hvaða orð hann notaði til að komast hjá að nefna þá mynd sem til umfjöllunar var á nafn. Auðvitað hefur það verið nefnt í upphafi spjallsins en ég hlustaði í rúmar þrjár mínútur, allt til enda og aldrei, ALDREI datt neinu af þessu fólki sem þarna sat að segja mér sem missti af innkynningunni um hvaða mynd var að ræða. Það var meira að segja látið hjá líða meðan verið var að stjörnumerkja myndina og í útkynningu var nafn hennar ekki nefnt heldur. Þetta pirraði mig rosalega þó mig hafi, af mínu alkunna hyggjuviti farið að renna í grun að um væri að ræða Beðmál í borginni. Ég er þó auðvitað ekkert alveg viss, enda sagði enginn mér það.

Garg!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband