Einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er
5.6.2008 | 09:19
Ţetta sagđi Dr. Kristján Eldjárn um Víđimýrarkirkju í Skagafjarđarprófastdćmi.
Hún var friđlýst áriđ 1936 og komst ţá í eigu Ţjóđminjasafnsins. Samkvćmt ákvćđum frá ţeim tíma er hún einnig sóknarkirkja Víđimýrarsóknar.
Á Víđimýri hefur veriđ bćndakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar ţjónađ stađnum, ţ.á.m. Guđmundur góđi Arason, sem varđ síđar biskup á Hólum 1203 - 1237. Fyrstu heimildir eru frá ţví fljótlega eftir kristnitöku áriđ 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en áriđ 1096. Ţađ er ekki vitađ hver lét reisa kirkjuna. Húnn hefur veriđ nokkuđ rúm, ţví ađ í henni voru sögđ vera 4 ölturu, eitt háaltari og ţrjú utar í kirkjunni. Víđimýrarkirkja var helguđ Maríu mey og Pétri postula.
Núverandi kirkja var byggđ 1834-35. Jón Samsonarson, alţingismađur og bóndi í Keldudal, var yfirsmiđur. Byggingarefni var rekaviđur utan af Skaga og torf úr landi Víđimýrar. Innviđir kirkjunnar eru ađ mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur veriđ endurnýjađ. Kirkjan er međ spjaldţiljum í trégrind og reisifjöl á ţeskju en ţađ varđ ríkjandi trésmíđ á húsum hérlendis upp úr miđri 18. öld. Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar. Kirkjugarđur er ferhyrndur, var áđur sporöskjulaga, hlađinn úr torfi og grjóti. Sáluhliđiđ er á upprunalegum stađ og í ţví hanga klukkurnar. Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á stađnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall. Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.
Bloggfćrslan er alfariđ á ábyrgđ skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skođanir eđa afstöđu mbl.is, og Morgunblađsins.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Athugasemdir
Ţarna var ég skírđ og fermd og eitthvađ fleira.. og sat langar messur á hörđustu kirkjubekkjum í heimi. Ţarna fyrir utan er líka pabbi jarđađur og flest okkar fólk. Mér finnst ţetta fallegasta kirkja í heimi, takk fyrir ađ birta myndina.
Helga Guđrún Eiríksdóttir, 6.6.2008 kl. 08:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.