Frá tímum kalda stríðsins
5.6.2008 | 09:11
Þessa litlu útfærslu af trúarjátningunni fann ég vélritaða á smá snepil innan í gamalli bók sem heitir Heimurinn Þinn. Hún er auðsjáanlega frá upphafi niunda áratugarins er kalda stríðið stóð í algleymingi og Ronald Reagan og Yuri Andropov stjórnuðu heiminum. Ég vona að enginn kæri mig fyrir guðlast þó ég smelli þessu hérna inn:
Ég trúi á Andreaganopov stjórnendur himins og Jarðar. Ég trúi á kjarnorkuvopn, þeirra einkavopn, sem getin voru og fædd af vísindamönnum, prófuð, reynd og sprengd í Nevadaeyðimörkinni og Síberiu. Varpað á Hiroshima og sýndu mátt sinn í upprisu geislavirku gorkúlunnar. Eru tengd hnappi við hægri hönd Andreaganopov og munu þaðan koma til að drepa óvinininn. Ég trúi á langdrægar kjarnorkueldflaugar, eftirlitskerfið, VarNatósjávarbandalagið, að við lifum af kjarnorkustyrjöld og fáum þar með eilíft líf.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.