Ein 3

Hún hafði ekki alltaf verið svona. Ein. 

Hún var ákveðin í að gera eitthvað. Eitthvað. Þó ekki fyrr en að vel íhuguðu máli. Eins og alltaf. Hvað það yrði var hún ekki eins viss um. Hún vissi bara að hún yrði að hrista þetta af sér. Örlög ákvörðunarinnar.

Ákvörðunin hafði verið erfið. Hún vissi samt alveg að hún hefði verið rétt. En mikið hrikalega tók hún á.

Hún hélt á símanum og það var eins og hann glóði í höndinni á henni. Þetta var samt eina leiðin til að losna undan álögum ákvörðunarinnar.

Hún varð að hringja í hann.

Um leið og hún heyrði röddina vissi hún það. Það yrði ekki aftur snúið.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

EN....... það svaraði enginn. Hann hafði farið út með vinkonu sinni.

Linda litla, 22.5.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Klúður...

Markús frá Djúpalæk, 22.5.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hann svaraði víst...  Og röddin... var koddarödd.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Sporðdrekinn

"Koddarödd" hvernig er hún? Svona mjúk wisky rödd?

Sporðdrekinn, 22.5.2008 kl. 19:34

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Rödd sem gott er ljúft að sofna við, sexy að vakna við og notaleg þess á milli.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.5.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband