Ein 2

Hún hafði ekki alltaf verið svona. Ein. 

Líf hennar hafði eitt sinn breyst á örskotsstundu. Ótrúlega hratt. Hún gat ekki nákvæmlega tímasett hvenær, en hún vissi vel hvers vegna. Og hvernig. Ákvörðunin!

Stundum var hún viss um lífið hefði getað orðið allt öðruvísi. Þó var hún alls ekki óhamingjusöm. Langt í frá. Sátt, var orðið sem skaut sér inn í hugskot hennar þegar hún velti fyrir sér stöðu sinni. Sátt. Þessi eilífa sátt.

Samt...

Ákvörðunin sem olli breytingunum á lífi hennar gargaði stundum á hana í svefnrofunum. Á þessum augnablikum þegar hún var hvað varnarlausust. Á þessum augnablikum milli svefns og vöku, draums og veruleika, sannfærðist hún um að hún væri ekki raunverulega sátt. Hún yrði að gera eitthvað.

Eitthvað. Þó ekki fyrr en að vel íhuguðu máli. Eins og alltaf.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband