Mótmæli

Ég var staddur fyrir hönd Útvarps Sögu á Austurvelli í morgun. Þar var lítill hópur fólks sem varð aldrei mikið fjölmennari en kannski rúmlega 200 manns. Þegar ákvörðun var tekin um að fara á þingpalla fylgdi ég hópnum sem var stöðvaður af þingverði sem sagði að eingöngu 25 mættu fara á pallana. Svo mikil takmörkun aðgengis að þingpöllum er að sögn fróðra manna í raun ekki réttlætanleg en var samt viðhöfð við þetta tækifæri.

Á þingpöllum var fólk rólegt og spakt og engin ólæti höfð uppi. Þegar einn þinggesta hengdi á handrið er snýr að þingsal lítið gult blað með áletruninni GASGAS fjarlægði þingvörður blaðið með þjósti við hlátrasköll og klapp viðstaddra. Eftir svar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við fyrirspurn þingmanns um mögulega aðstoð íslendinga við Kínverja og Pakistani reis Sturla Jónsson á fætur og kallaði yfir þingheim að menn ættu að skammast sín og huga að ástandinu heima fyrir og bætti við að hann hvetti þingmenn og ráðherra til afsagnar. Að því búnu var haldið út á Austurvöll aftur og mótmælunum þar lauk eftir að stórir vörubílar höfðu ekið hjá og þeytt lúðra sína með mikilli háreysti.

Sturla og félagar hans segjast ekki hættir, en þátttaka almennings er nú ekki mikil í þessum aðgerðum. Sturla taldi ástæður þess að ekki væri meiri þátttöku þá að fólk þyrði ekki að yfirgefa vinnustaði sína í þessum tilgangi og hann hvatti fólk til að gerast ein þjóð og taka þátt í að leiðrétta það sem miður fer á Íslandi

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Mótmælt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Fréttir Stöðvar 2 sögðu 40 manns....

Af myndum að dæma voru þetta Stulli og nokkrir vinir hans og restin að fá sér bjór.

Ástæðan er örugglega bara sú að fólk þorir ekki að yfirgefa vinnustaðina.

30 þúsund mans fá sms 40 mæta hmmm? og náttúrulega Marky með mækinn 41 

Þórður Helgi Þórðarson, 15.5.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Urður

Já iss, hvaða rugl er það að vera að hugsa um fólk sem að á ekki þak yfir höfuðið og hefur kannski misst alla fjölskylduna sína. Nei auðvitað á frekar að hugsa um hvort að menn geti keypt ódýrara bensín á risa trukkana sína og fái að keyra um þjóðvegi landsins svefnvana. HALLÓ!!!

Urður, 15.5.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband