Ráð hins græna forsætisráðherra

Geir H Haarde, forsætisráðherra, segir að fólk eigi að minnka við sig, ekki taka lán nema brýna nauðsyn beri til og spara við sig bensín ef það getur.

„Það er nauðsynlegt að allir fari varlega við þessar aðstæður, það hef ég margítrekað. Fólk á helst ekki að taka lán nema það hafi mjög brýna þörf fyrir það. Fólk á að reyna að minnka aðeins við sig, draga úr bensíneyðslu ef það er hægt og sýna bara almenn skynsemisviðbrögð við þessu óvænta og óþægilega ástandi sem upp hefur komið. " sagði Geir og bætti við að ekki hafi komið til tals að afnema olíugjaldið heldur hafi verið uppi hugmyndir um að lækka það. Olíugjaldið hafi ekki hækkað í ein 4 ár og því megi ekki rekja hækkun eldsneytisverðs til þess. ,,Þannig að hækkunin á þessu, bæði olíu og bensíni, er öll aðflutt og þá eru náttúrulega ekki helstu og bestu viðbrögðin sú að lækka innlendu gjaldtökuna heldur verða menn að laga sig að þessu með því að stýra sinni notkun, draga úr henni."

Ætli megi treysta á að stjórnvöld sýni sama aðhald og Geir hvetur einstaklinga til að gera? Sjáum til.

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er nú meira ruglið í manninum, þetta er alfarið Seðlbankanum og jafnvel Framsóknarflokknum þ.e. Íbúðarlánasjóði að kenna. Síðan komu bankarnir á eftir eins og hermikrákur, buðu lán á hlægilegum vöxtum sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin vissu fullvel að Erlendar lántökur myndu fylgja í óheyrilegu magni. Samt er almenningi kennt um, þetta er svo svívirðilega mikil STRÚTSHEGÐAN AF HÁMENNTUÐU FÓLKI að maður spyr sig. Hvers vegna var þetta lið kosið á þing, stóð nú í þeirri meiningu að það ætti að gæta almannahagsmuna.

Eiríkur Harðarson, 5.5.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eiríkur, nei það er hreinasti misskilningur hjá þér ... greinilega.

Markús frá Djúpalæk, 5.5.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband