1. maí 2008

Dagskráin á Útvarpi Sögu 

Kl. 08:00 verður endurfluttur morgunþáttur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra þar sem hún ræddi
við Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og Jörund Guðmundsson farastjóra á La Gomera eyjunni en þar hafa geisað skógareldar síðustu daga.

Kl.09:00 verður endurflutt viðtal hennar við Egil Helgason sjónvarpsmann úr Silfi Egils en þau ræða helstu fréttir undanfarna daga svo sem viðbrögð stjórnvalda við efnahagsástandinu.

 Kl.10:00 -12:00 verður endurfluttur þáttur Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar hagfræðings og lektors en eins og þeim er einum lagið fara þeir alveg á kostum í umræðunni um stöðu efnahagsmála. Kannski ber Rússland eitthvað aðeins á góma líka.

Kl.12 á hádegi eru fréttir frá Fréttastofu

Kl.12:30 Skoðun dagsins 1. maí. Eiríkur Stefánsson fyrrum verkalýðsleiðtogi flytur erindi í tilefni
dagsins

Kl. 13:00-16:00 Markús Þórhallsson og Sverrir Júlíusson bregða á leik með hlustendum og fylgjast með því helsta sem verður um að vera. Síminn verður að sjálfsögðu opinn.

Kl.16:00-18:00 Ásgerður Jóna Flosadóttir fær til sín góða gesti m.a. Hjörleif Guttormsson náttúrfræðing og
fyrrum alþingismann en þau munu spjalla um íslenska náttúru og ferðamál.

Kl.21:00-23:00 Hermundur Rósinkranz talnaspekingur og miðill  tekur á móti símtölum frá hlustendum í síma 588 1994 og les í tölurnar þeirra.

Endurflutningur um nóttina til kl.07:00 föstudaginn 2.maí en þá mætir Arnþrúður Karlsdóttir hlustendum í
morgunútvarpinu

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Kröfugöngur víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Flottur þáttur hjá ykkur Sverri. Flottir strákar. Flott útvarp.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband