Talið niður í Eurovision

Í gær hófst á Útvarpi Sögu niðurtalningin fyrir Eurovision söngvakeppnina í maí. Við Sverrir Júlíusson fengum góða gesti í hljóðver sem fóru hreinlega á kostum.

Helga Möller og Valgeir Guðjónsson voru gestadómarar í þættinum í gær. Þeim leið fremur illa framan af því þeim þótti hvorki lagasmíðar né flutningur þeirra mjög heillandi, svo vægt sé til orða tekið. Það var samt glatt á hjalla og stutt í hláturinn, enda bráðskemmtilegt fólk á ferð. Niðurstaðan varð þó sú að Helga gat ekki séð nema 9 lög áfram en Valgeir var öllu jákvæðari og 12 lög hlutu náð fyrir augum hans. Hann sagði þó að honum yrði ekki skotaskuld úr því að skera listann verulega niður. Enda verða það ekki nema 10 lög sem komast áfram af hvoru undanúrslitakvöldi, þannig að þau eru á réttu róli svona að meðaltali. Niðurstaða þeirra skötuhjúa er þessi:

Helga valdi:

San Marino með lagið Complice

Noreg með lagið Hold on be strong

Írland með lagið Irlande douze points

Andorra með lagið Casanova

Armenía með lagið Quele Quele

Holland með lagið Your heart belongs to me

Rúmenía með lagið On the edge of the world

Rússland með lagið Believe

Grikkland með lagið Secret Combination

Og Valgeir valdi:

San Marino með lagið Complice

Belgía með lagið O Julissi

Slovenia með lagið Vrag naj vzame

Noregur með lagið Hold on be strong

Írland með lagið Irlande douze points

Andorra með lagið Casanova

Armenia með lagið Qele Qele

Holland með lagið Your heart belongs to me

Finnland með lagið Missa miehet ratsastaa

Rúmenía með lagið On the edge of the world

Rússland með lagið Believe

Grikkland með lagið Secret Combination

Helga og Valgeir voru sammála um að gríska lagið væri það besta á fyrra undanúrslitakvöldinu. Við hvetjum hlustendur til að fylgjast með okkur næsta þriðjudag þegar lögin á seinna úrslitakvöldinu lenda undir smásjánni. Þar á meðal íslenzka framlagið This is my life

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

ÞIÐ voruð bráðskemmtileg, en lögin að sama skapi bráðleiðinleg. Kannski eitt í lagi.

Beturvitringur, 1.5.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eitthvað vænkast hagur laga-strympunnar í næstu umferð. Mig grunar að lögin séu öllu skárri þar, en það verður samt ekkert dregið úr kröfum um skemmtilegheit stjórnenda og gesta... því er lofað hér og nú.

Markús frá Djúpalæk, 1.5.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband