Gengur brennuvargur laus?
27.4.2008 | 10:01
Það er ótrúlega mikið um bruna eins og lýst er í þessari frétt í jafn lítilli borg og Reykjavík. Hér er annað og meira en tilviljun á ferð. Þarf fólk ekki að hafa vara á sér og fylgjast með undarlegum mannaferðum - hvað svosem undarlegar mannaferðir eru. Það væri líka ágætt ef lögregla myndi upplýsa almenning um ef hún telur að hér sé alltaf sami einstaklingurinn eða einstaklingarnir að verki. Auðvitað er engin ástæða til að valda óþarfa ótta hjá fólki en eitthvað þarf að gera ef brennuvargur gengur laus.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Íkveikjur í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varðandi brunan á þessum jepplingi á myndinni með fréttinni, þá er eigandinn Benjamín Þór Þorgrímsson með frekar vafasamt orðspor og segja sögurnar gegnum tíðina að hann sé m.a. viðriðinn handrukkanir. Veit þó fyrir víst að maðurinn hefur hlotið dóm fyrir nauðgun og sat inni fyrir það en það eru a.m.k. 10-15 ár síðan.
Það er nú bara mín skoðun að líklegast hefur eitthver haft horn í síðu Benna og átt eitthverra harma að hefna, eða hann hefur bara gert þetta sjálfur. Alla vega vorkenni ég honum ekki!
Hvað aðrar íkveikjur þá finnst manni alveg skelfilegt að fólk sé að kveikja og jafnvel leggja líf fólks í hættu.
Grundari (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:57
Menn eiga nú kannski ekki skilið að eigur þeirra séu eyðilagðar þó þeir hafi gert eitthvað af sér í fortíðinni. Það er jafnmikið vesen fyrir hann og næsta mann að bíllinn hans sé brenndur til kaldra kola.
Markús frá Djúpalæk, 29.4.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.