Skelfing hlýtur gamli maðurinn að vera leiðinlegur...
26.4.2008 | 13:55
...úr því að það þarf að fá menn á launum til að fylgja honum út að skemmta sér. Ég hef grun um að ég verði einmitt svona leiðindafretur þegar ég verð gamall sem enginn nennir að umgangast nema fá borgað fyrir. Eins gott bara að byrja að leggja til hliðar til gömlu og mögru áranna, svo ég fái einhvern til að fara með mér í Bónus og kannski á benzínstöðina. Svo gæti verið að ég þyrfti á einhverjum að halda til að fara með mér endrum og sinnum á Thorvaldsen og Rex. Sem verða örugglega til þegar ég verð orðinn gamall, enda stutt í það.
Fæ ég umsóknir?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Á launum við sumblið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki æskilegt að umsækjendur séu yngri en þú? Oh, well, þar fór það.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 14:48
..nja
Markús frá Djúpalæk, 26.4.2008 kl. 18:24
Nja er ekkert svar. Ákveddu þig.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 21:24
Aldur er aukaatriði en það verður ekkert auðvelt að þola mig
Markús frá Djúpalæk, 26.4.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.