Ljóð dagsins
26.4.2008 | 09:30
VEÐURVÍSUR - Jónas Hallgrímsson
- Hóla bítur hörkubál,
- hrafnar éta gorið,
- tittlingarnir týna sál.
- Tarna er ljóta vorið!
- Út um móinn enn er hér
- engin gróin hola.
- Fífiltóin fölnuð er -
- farðu í sjóinn, gola!
- Sunnanvindur sólu frá
- sveipar linda skýja.
- Fannatinda, björgin blá,
- björk og rinda ljómar á.
- Nú er sumar í Köldukinn, -
- kveð ég á millum vita.
- Fyrr má nú vera, faðir minn,
- en flugurnar springi af hita!
- Veðrið er hvorki vont né gott,
- varla kalt og ekki heitt.
- Það er hvorki þurrt né vott,
- það er svo sem ekki neitt.
- Búðarloka úti ein
- er að gera á ferðum stanz, -
- úðaþoka, hvergi hrein,
- hún er úr nösum rækallans.
- Skuggabaldur úti einn
- öli daufu rennir.
- Skrugguvaldur, hvergi hreinn,
- himinraufar glennir.
- Útsynningur yglir sig,
- eilífa veðrið skekur mig.
- Ég skjögra eins og skorinn kálfur, -
- skyldi ég vera þetta sjálfur!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Athugasemdir
Við þetta er fátt að bæta, nema kannski fallegri vísu eftir Egil Jónasson:
blómin vaxa og sólin skín.
Fyrir svona dýrðardaga
drottinn þarf ekki að skammast sín.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.