Sumardagurinn fyrsti á Útvarpi Sögu

Það verða engir svartir svanir þar í dag, en vonandi líta sjaldséðir hvítir hrafnar í heimsókn. Eins og alkunna þá er það gömul og góð hefð að gefa gjafir á Sumardaginn fyrsta. Það hefur tíðkast frá ómunatíð á Íslandi.

Sumardagurinn fyrsti verður því mikill gjafadagur á Útvarpi Sögu. Við munum gefa góðar gjafir í samstarfi við valin fyrirtæki og hefjast herlegheitin strax kl 11:00 með símatíma Arnþrúðar Karlsdóttur. Að 12 fréttum loknum taka Sverrir Júlíusson og Markús Þórhallsson við ásamt valinkunnum fréttariturum stöðvarinnar um allt land. Sumarskapið verður í algleymingi á Útvarpi Sögu út um borg og bý, og jafnvel víða veröld, til klukkan 18 í dag.

Gjafirnar verða ekki af verri endanum, flatbökur og málsverðir fyrir tvo á glæsilegum veitingahúsum. Bók er best gjafa segir einhvers staðar, þannig að við gátum ekki látið hjá líða að hafa bækur með í gjafaflórunni. Svo þarf fólk að huga vel að útlitinu fyrir sumarið þannig að snyrtivörurnar verða að sjálfsögðu með í pakkanum. Við eigum svo von á því að fá góða gesti í hljóðver allan daginn, þannig að það verður líf og fjör á Sögu.

Síminn verður að sjálfsögðu opinn fyrir óskalög og kveðjur. Númerið þekkja allir 588-1994. 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Svartir svanir á sveimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Gleðilegt sumar kæri bloggvinur

Sporðdrekinn, 24.4.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

From Sara Davis: Dear Markus and Sverrir! Thank you so much for saying hi to me in English, it made my day!  Im gonna ask Helga to tape for me, -how else am i ever gonna convince my friends and family im not lying!?!  I´ve already desided to form a Fan Club for you over here.  You might even benefit from your brave move on air, because one of my mothers oldest and best friends is a member of Jethro Tull. -Wouldn´t it be cool if I could get her to ask him if he´d give you a phone intervew? Worth trying, begging even. Remember that no good deed goes unpunished.

Love´n kisses!

Sara Louise Davis, Radcliffe on Trent, Nottingham, England

Hæ Markús, Helga hér.  Þetta uppátæki gæti dregið dilk á eftir sér. Ég þekki mömmu hennar vel líka og vissi af vini hennar, en mér datt aldrei í hug að það gæti nýst vinum mínum og svona snjallan hátt. Þetta væri nottlega snilld!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.4.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir aldeilis prýðilegt útvarp! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband