Er ekkert ađ?
20.4.2008 | 08:55
Sumir hafa leyft sér ađ halda ţví fram í rćđu og riti ađ allt sé í lukkunar velstandi á Íslandi, viđ séum bara ađ upplifa örlitla niđursveiflu sem sé ekkert til ađ hafa áhyggjur af. Hreint ekki.
En eff viđ rýnum í tölurnar í fréttinni má gera ţví skóna ađ á síđasta ári hafi, ef viđ notum međalstćrđ fjölskyldu, 438 manneskjur misst heimili sín, lítil börn eiga ekki lengur herbergiđ sitt og gamlar konur ekki lengur stofuna sína. Ţađ er alltaf hćgt ađ standa upp og segja "ţessu fólki var nćr, ađ standa ekki viđ skuldbindingar sínar." og ţađ er kannski mikiđ til í ţví. En stundum verđa skuldbindingar of erfiđar, eins og viđ vitum og fólki er ekki hjálpađ nóg til ađ leysa úr sínum málum. Eftir stendur hnípiđ fólk í vanda en tölurnar birtast í Mogganum rétt eins og yfirlit um fjölda kinda í Auđkúlurétt eđa um laxagengd í Eyjafjarđarál.
Á bak viđ hverja einustu tölu er fjöldi sálna, hundruđ manneskja sem hafa kvalist af kvíđa og sorg mánuđum og árum saman án ţess ađ fá nokkra ađstođ viđ ađ koma sínum málum á hreint. Manneskjur skipta nefnilega svo litlu máli á Íslandi ađ ţví er virđist, peningar aftur á móti eru heilagir og vei hverjum ţeim sem ćtlar ađ fara illa međ ţá, okurvextir eru sjálfsagđir, lögbundnir meira ađ segja. Svo á venjulegt fólk í ţessu landi ađ standa undir ađ borga vextina og bjarga bönkunum í leiđinni svo ţeir fari nú ekki á hausinn, litlu greyin. Skítt međ pöbulinn, ţađ er hvort eđ er nóg til af honum.
Finnst fólki ţađ í lagi ađ á árinu 2008 skuli í Reykjavík einni 27 fasteignir hafa lent undir hamrinum?
Jóhannes úr Kötlum orti:
Hér er stríđ og hér er mćđa
hreppstjórinn og oddvitinn
sín á milli saman rćđa
sumir kunna ekki ađ grćđa
viltu í nefiđ vinur minn
sumir kunna ekki ađ grćđa
viltu í nefiđ vinur minn
Blágrá eins og blóđiđ frjósi
bóndi og kona skima ţar
börnin ugg sinn lát í ljósi
Leidd er kýrin út úr fjósi
sólin skín á skuldirnar
Leidd er kýrin út úr fjósi
sólin skín á skuldirnar
Gćta verđur heildarhagsins
hamrinum ennţá syngur í
yfir glöđum gestum dagsins
glampar fegurđ sólarlagsins
lóan syngur dirrindí
yfir glöđum gestum dagsins
lóan syngur dirrindí
Fleiri nauđungarsölur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.