Særandi, illgirnislegt og óviðeigandi

RogerOld 

Ég hafði hugsað mér að nota myndina sem fylgir þessarri færslu með Ljóði dagsins hér að neðan. En þá uppgötvaði ég í hugskoti mínu að hún gæti verið særandi, illgirnisleg og algerlega óviðeigandi. Þannig að ég ákvað að hætta ekki á að verða bannaður hér og birti öllu hugglegri mynd af viðfanginu, leikaranum Roger Moore.

Ég var nefnilega að komast á snoðir um það hér: http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ að það styttist óðum í að allar skopmyndir og háðsádeila verða bönnuð (allavega á moggablogginu og þá styttist í að fleiri bregðist við með sama hætti). Ástæðan virðist vera sú að einhver sérfræðingurinn var að uppgötva að slíkar myndir gætu hugsanlega sært eða móðgað einhvern. Nú hljóta ljóskubrandararnir, brandararnir um klaufsku karlmanna, hafnfirðinga, Árna Johnsen, pólverja, finna, ameríkana, lækna, bankamenn, drauga, dýr, fína fólkið, forngripi, íþróttir, lögfræðinga, hótel, jólin, leikara, foreldra, sálfræðinga, lögguna, Guð og Jesú og síðast en ekki síst múslíma (þorði ekki að segja þetta mjög hátt) að heyra sögunni til.

Mikið rosalega verður þetta tómlegur heimur sem við lifum í eftir það. En öllu skal fórnað á altari pólitískrar rétthugsunar, út með allt sem gæti hugsanlega valdið einhverjum tilfinningaviðbrögðum hjá okkur, hvort sem það er gleði, sorg, hatur eða ást.

Það má vissulega glotta að þessari mynd en hún er engu að síður meiðandi. Eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Grín er dauðans alvara. Eða var það alvaran sem var grín dauðans? Líklega.

En takk fyrir stuðninginn, ljúfastur! Met það mikils.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband