Ekki fréttir

Ég verð alltaf jafn undrandi þegar ég sé hið mikla magn ekki frétta sem fjölmiðlar hamast við að dæla í okkur. Manni dettur stundum í hug að það þurfi að fylla upp í ákveðið magn af megabætum á netmiðlunum og dálksentimetra í prentmiðlunum. Að ógleymdum þögnunum sem þarf að yfirgnæfa á ljósvakanum. Þá er greinilega talið betra að fylla viðkomandi tómarúm með stórkostlegum ekki fréttum. Eða fréttaleysum.

Ein fréttaleysan sem ég rak augun í, í einhverjum fréttamiðlinum voru þau stórkostlegu tíðindi að einn keppanda í "raunveruleikaþættinum" Hæðinni væri bróðir útvarpsmannsins Þrastar 3000!!!! Who the fuck? Þröstur 3000 for crying out loud. Hverjum er ekki sama hvort hann á bróður og enn meira sama um að hann sé að dunda sér við að innrétta eitthvað hús í beinni?

Ja, mér stendur allavega nákvæmlega á sama.


mbl.is Er ekki kærasta Ivica Kostelic!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þröstur 3000? Aldrei heyrt á manninn minnst. Kannski skrítnir menn taki sér svona þúsundkalla sem millinöfn til að vera töff eins og Ástþór. Ætli 69000 sé tekið?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hef ekki séð neinn kalla sig Helga 69000 - hér er lag!

Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Má ekki stytta þetta eitthvað.. fækka núllum til dæmis? Núll er nottlega bara núll og nix hvort sem er þannig að þau hljóta að vera óþörf.. Then again.. Þröstur 3.. Ástþór 2.. úff, þetta er dilemma mar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 15:58

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Flókið dæmi, en ef þeir væru 2 og 3 hver ætti þá að vera #1? Ólafur Ragnar 1 kannski. Flókið dæmi. Og ertu ekki svolítið neðarlega í frægðarröðinni að vera bara Helga 69?

Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef alltaf verið neðarlega í þeirri röð og mér þykir ágætt að halda mig á þeim slóðum.. en hvar værir þú.. þú hlytir nú að vera mjög ofarlega svona frægur úbarpskall.. hvaða tölur eru lausar.. eða rennilásar.. nei heyrðu, nú verður maður að fara að beygja inná veg aftur sko.. þetta stefnir í móana og veltu..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.4.2008 kl. 16:14

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, það var bara fínt að vera úti í móum í góða veðrinu í dag, krakkar mínir, og Mogginn er kominn upp í Hádegismóa með spóanum.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 16:19

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff þetta er spúkí! ég var að horfa á mynd sem heitir 23 gafst raunar upp - mæli ekki með henni - svo sitjið þið hér og talið í tölum.........

Talandi um álfa............ 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband