Bréf - söfnun
16.4.2008 | 10:24
Eftirfarandi bréf fékk ég í tölvupósti í gær, og datt í hug að birta það hér. Það væri auðvitað fallega gert að aðstoða þessa stúlku, en hún gefur ekki upp neitt reikningsnúmer, en ég læt tölvupóstfangið hennar fylgja með.
Ágæti viðtakandi. Ég heiti Rakel Árnadóttir og er fötluð af heilalömun; cerebral palsy (C.P.). Þessi fötlun lýsir sér þannig að ákveðnar stöðvar í heilanum virka ekki eins og þær eiga að gera og því er ég hreyfihömluð og bundin í hjólastól. Vegna þessa þarf ég mikla aðstoð við mínar daglegu athafnir. Þrátt fyrir mína fötlun langar mig að lifa lífinu eins og annað ungt fólk. Ég verð 28 ára í sumar. Mig dreymir um að komast í utanlandsferð í sumar eða í haust og sérstaklega langar mig að fara til Danmerkur því ég er algjör Danmerkur aðdáandi. Ég tala dönsku þokkalega mundi ég reyna að nýta ferðina í að þjálfa mig í að tala tungumálið. Ég hef mikinn áhuga á dönsku konungsfjölskyldunni og ber heimili mitt merki þess. Þessi áhugi minn er svo mikill að flestir í fjölskyldunni minni halda bara að ég sé fædd dönsk! Ég get líka alveg hugsað mér að fara til einhvers annars lands. Ferð sem þessi er mjög dýr fyrir mig þar sem ég þarf að greiða allan ferðakostnað (flugfar, gistingu, uppihald) fyrir mig og einnig fyrir aðstoðarmann minn/aðstoðarmenn mína. Einnig þarf ég að borga laun fyrir aðstoðarfólk mitt. Ég hef sótt um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun en þaðan er enga hjálp að fá. Því hef ég hafið söfnun til þess að komast í svona ferð. Söfnunin gengur hægt og ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. Ég leyfi mér því að leita til ykkar í þeirri von að þið getið séð ykkur fært að veita mér fjárhagsaðstoð svo að draumur minn geti ræst. Með fyrirfram þökk. Rakel Árnadóttir
Athugasemdir
hmmmmmm
Ég er einmitt að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að opna svona söfnunarreikning líka.....
....það er svo margt sem mig langar.....
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 10:35
Ég veit ekki, ég er ekki hlynnt svona bréfum, þetta er eitthvað sem að mér finnst vera sníkjubréf. Sorry, mín skoðun. Það er fullt af fólki sem að hefur t.d. aldrei farið til útlanda, bæði fatlað og venjulegt fólk. Lífið er bara svona, annað hvort hefur þú efni á því að fara til útlanda eða ekki. Hvort sem að þú ert fötluð manneskja eður ei. Átt ekki að þurfa að snikja fyrir útlandaferð, það væri nær ef að manneskjan hefði ekkert að borða. Þetta er ekki nauðsynlegt.
Linda litla, 16.4.2008 kl. 10:38
GARG! Þetta er hóx! Þessir menn eru komnir til landsins, ekki senda neitt!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 10:46
hóx?? Helga Guðrún fylgir orðabók með þér?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 11:32
Æi Hrönnsa mín, þýddu þetta fyrir mig plís hehe.. mér kemur ekki í hugann almennilegt íslenskt orð yfir þetta...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 11:51
Prettir.... ?
Markús frá Djúpalæk, 16.4.2008 kl. 12:17
Tilraun til að narra fé af góðhjörtuðu og grandalausu fólki. Þetta er ljótt og rangt.. og hananú!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 13:47
Narr & prettir?
Markús frá Djúpalæk, 16.4.2008 kl. 14:51
Amm
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 15:08
Fyrirgefðu Markús!! Heitir þú Hrönn?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:55
Góð!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 23:06
ósvífni - var orðið sem kom í huga minn......
Sorrí Krúsi krútt
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:28
Ég er alltaf kallaður Hrönn...vissuð þið það ekki?
Markús frá Djúpalæk, 17.4.2008 kl. 08:07
Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.