Rosalega er gott...
12.4.2008 | 21:05
..að Oslóbúar skuli vera búnir að eignast svona fínt óperuhús. En hvað er þetta með óperuhús og vatn?
Óperuhúsið vígt í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Ætli það séu nú ekki bara flottheit að setja óperuhús við vatn, allt frá því að óperuhúsið í Sydney var reist. Að minnsta kosti er tónlistarlega skískotuninn engin. En það er gaman að þú skulir setja inn mynd af tillögu númer tvö í úrslitum um tónlistarhúsið hér heima. Það er nefnilega sú tillaga sem að mínu mati hefði átt að vinna. Út frá arkítektúr séð er það miklu mun meira spennandi bygging heldur sá kassi sem var valin. En um leið og menn eins og Óskar Elíasson og Vladimir Ashkenazy studdu þá tillögu þá var engin spurning hver mundi vinna (með fullri virðingu og aðdáun til þeirra).
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 12.4.2008 kl. 21:50
Ólafur Elíasson meinarðu... er það ekki? En ég ætlaði einmitt að setja inn mynd af hinu 35 ára gamla Óperuhúsi í Sidney líka, sem teiknað var af danska arkítektinum Jörn Utzon á sínum tíma. Kannski er vatn og tónlistarhús eitthvað norrænt þema...
Markús frá Djúpalæk, 12.4.2008 kl. 21:55
Tengingin við vatn er augljós.
Ópera = HvarGetÉgDrekktMér?!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 22:07
Hey, Helga, er það þannig sem það virkar?
Markús frá Djúpalæk, 12.4.2008 kl. 22:17
Eru menn nokkuð búnir að gleyma því að tónlistarhúsið í Austurhöfninni verður ekki óperhús?
Eiríkur (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 23:03
Ef óperuhúsið verður ekki óperuhús, hvernig hús verður óperuhúsið. Pulsuvagn?
Markús frá Djúpalæk, 12.4.2008 kl. 23:30
Hvar í veröldinni sástu þetta hús við höfnina kallað Óperuhús?
Þetta er tónlistar og ráðstefnuhús með engri aðstöðu fyrir óperur
www.portusgroup.is
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 13.4.2008 kl. 16:52
Hann giskaði bara af því húsið var þess legt, auk þess að vera við höfnina.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.4.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.