Nú er ég hissa

0fluorEldri dóttir mín sem er í 10.bekk var að segja mér tíðindi. Í síðustu viku var krökkunum í skólanum víst gefinn flúor. Eitthvað sem ég hélt að væri löngu hætt að gera. Ég hef heyrt þá sem vit þykjast hafa á tala um skaðsemi þess fyrir líkamann að taka inn flúor með þeim hætti sem gert var í skólum um árabil. Nú á ég eftir að ræða við skólastjórnendur og komast að hvað er verið að gera en satt að segja rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds við að heyra þetta. Málið verður rannsakað frekar. Meðfylgjandi skopmynd og það sem sagt er um flúor á Wikipediu segir sína sögu:

Flúor (úr latínu fluere, sem þýðir „að flæða“), er frumefni með efnatáknið F og er númer níu í lotukerfinu. Flúor er eitraður, græn-gulur, eingildur og gaskenndur halógen. Það er eitt efnahvarfgjarnast og rafeindadrægst allra frumefnanna. Í hreinu formi er það stórhættulegt og veldur efnabruna við snertingu við húð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband