Áhugi og skilningur er ekki nóg

feiturDr. Tinna L. Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður MS-náms í heilsuhagfræði við HÍ, segir stjórnvöld hér hafa sýnt greininni áhuga og skilning. Ég sé Geir Hilmar og Guðlaug Þór fyrir mér, lesandi greinina augljóslega af miklum áhuga meðan Tinna situr fyrir framan þá með hattinn sinn milli handanna, milli vonar og ótta um viðbrögðin. Þegar þeir kumpánar líta svo upp frá lestrinum brosa þeir sínu blíðasta til hennar og segjast nú alveg skilja það sem þarna stendur. Sem er auðvitað gleðiefni fyrir Tinnu og alla aðra sem láta þessi mál sig varða.

En það er ekki nóg að hafa áhuga og skilning. Það þarf líka að gera eitthvað. Það er ekkert endilega eingöngu á ábyrgð stjórnvalda, en það skín þó í gegn að ein mikilvæg ástæða þess að við erum að fitna er tímaleysi og hátt verð á hollum og góðum mat. Það er ekkert samasem merki milli mikillar vinnu og lífsgæða, en lífsgæði verða m.a. til þegar við getum notið þess að lifa lífinu án þess að eiga á hættu að vera búin að vinna eða éta okkur til óbóta fyrir fimmtugt. Þar kemur að ábyrgð stjórnvölda, þau hafa mikil áhrif á afkomu okkar með sköttum, beinum og óbeinum. Með skynsamlegri útfærslu þeirra væri hægt að auka innkomu okkar á skikkanlegum vinnutíma og jafnframt að lækka verðið á hollustunni. Það er líka stjórnvalda að ákveða hvernig tekið er á sjúkdómum, verðum við öll sjúkdómavædd meira og minna og öryrkt ofan í kaupið, eða geta stjórnvöld hjálpað þeim sem þannig verður ástatt fyrir af völdum óholls lífstíls, til góðrar heilsu á ný? Það er til lengri tíma þjóðhagslega hagkvæmara hefði ég haldið.

En... hvað sem því líður byrjar þetta flestallt í kollinum á okkur sjálfum. Við þurfum að ákveða að borða hollari mat og jafnvel minna af honum, við þurfum að ákveða að hreyfa okkur, við verðum að ákveða að sleppa nartinu, gosinu og allri óhollustunni sem er smám saman að breyta okkur í vörubíla með fætur.

Það heyrist oft sem ástæða fyrir hreyfingarleysi að það sé of dýrt að fara í líkamsrækt, en það eru til ódýrari leiðir og jafnvel bara hollari en dýru líkamsræktarstöðvarnar. Það kostar nefnilega nákvæmlega ekkert að fara í hörkugöngutúr í 30-40 mínútur á dag, sem er mun hollara en að hamast í svitafýlustokknum líkamsræktarsal. Það kostar ekkert að leggjast á stofugólfið og gera nokkrar magaæfingar og armlyftur. Það kostar lítið að kaupa sér sippuband og fara út og sippa, eða nota bara nefnt stofugólf. Svo kostar tiltölulega lítið að fara í sund. Auðvitað eru einhverjir sem eru orðnir það illa haldnir af offitu að þeir þurfa utanaðkomandi aðstoð og þá væri  ástæða til að fólk í þeirri stöðu fengi fjárhagsaðstoð við að kljúfa kostnaðinn við að koma sér í gott form, það er nauðsynlegt því fólki og þjóðfélaginu öllu. Svo má auðvitað benda á það að sum ef ekki öll stéttarfélög styrkja sitt fólk sem vill notfæra sér líkamsræktarstöðvarnar.  Þannig að leiðirnar eru margar og lausnirnar oft styttra undan en maður hyggur. Þetta er allt spurning um að breyta um lífstíl og það er erfiðast.

Ég er að spá í að byrja núna!


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski ég ætti að byrja að reykja

Markús frá Djúpalæk, 6.4.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Beturvitringur

MÞÞ - virkar ekki í þá áttina. Þyngdist um 18kg fyrsta mánuð eftir hættið. Var frjáls allnokkurn tíma og mikið fegin að vera reyklaus, jafnvel þótt stöku handfang stækkaði. Byrjaði svo aftur þegar ég var búin að safna 30kg m.a. í von um að minnka aftur umfangið. Það gekk ekki þá leiðina. Nú er ég bara feitur reykjari.

Beturvitringur, 6.4.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef reykt og drukkið í yfir 30 ár og ét allt sem að kjafti kemur, hollt eða óhollt. Held mig í 50 kílóum og sé ekki nokkra ástæðu til að breyta um lífsstíl á gamals aldri.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Helga, Ýkjur. Allt sem þú segir.

Beturvitringur, held ég haldi mig frá sígarettunum og vindlunum áfram. Held samt ég væri pínulítið virðulegur með pípu.

Markús frá Djúpalæk, 6.4.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég held frekar að þessi meðaltalsþyngd á íslenskum konum sé ýkt. Sé hún hinsvegar rétt, þá er ég 26 kílóum, reyndar 27 til að vera nákvæm, undir meðalþyngd.

Fimmtíu og fjögur stykki af smjörlíki eru 27 kíló. Fimmtíu og fjögur!

-Hvar ætti ég að raða þeim?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 16:02

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hehe...þú gætir bara sett 27 smérlíkisstykki í tvær fötur og borið þau um. Ef þú vilt endilega vera að þvælast um með Ljóma

Markús frá Djúpalæk, 6.4.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Lítinn áhuga hef ég á því, félagi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband