Heitt á Útvarpi Sögu
4.4.2008 | 08:53
Í morgunútvarpi Sögu var Arnþrúður Karlsdóttir með Guðna Ágústsson formann Framsóknarflokkinn í mjög heitu viðtali. Svo heitu að skyndilega heyrðist í bakgrunni viðtalsins hávært bjölluhljóð - brunaboði. Eftir að hljóðið hafði heyrst í nokkrar mínútur kom inn ókunn rödd sem sagði að allir ættu að yfirgefa húsið og Arnþrúður tilkynnti að Gunnar Ásgeir tæknimaður myndi setja á eitt lag. Að laginu loknu komu Arnþrúður og Guðni inn aftur eins og ekkert hefði í skorist og útvarpsstjórinn tilkynnti að þrátt fyrir að allir væru að hlaupa úr húsinu myndu þau sitja þarna áfram og gera eins og góðum skipstjórum sæmir, að yfirgefa skipið síðust allra. Þau kláruðu viðtalið fram að fréttum, alveg sallaróleg.
Svona lagað getur bara gerst í útvarpi held ég.
Athugasemdir
Málið er bara að Guðni er alinn upp og býr í Flóanum, eins og ég og aðrir góðir menn.
Eiríkur Harðarson, 4.4.2008 kl. 11:58
Sem gerir hann bæði hot, og sallarólegan
Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.