Ljóð dagsins

baker-youretheoneYou're the one that I want 

Ég heyrði Brendu Lee flytja þetta lag í Morgunþætti Arnþrúðar Karlsdóttur í morgun. Þekktasta útgáfan er þó sennilega flutningur Jóns Travolta og Ólívíu Newton-John í kvikmyndinni Grease frá 1978. Smáskífa með flutningi þeirra kom út það ágæta sumar og sat í efsta sæti breska vinsældalistans í heilar níu vikur og er sjötta mest selda smáskífa allra tíma, þar í landi. Lagið sat einnig eina viku í efsta sæti ameríska Billboard listans.

Nokkuð margir hafa spreytt sig á þessum gleðismelli, meira að segja menn eins og Dr.Dre og Snoop Dogg notuðu það sem hluta af remixi.  

Bresku grínileikararnir Arthur Mullard og Hylda Baker sem bæði voru á sjötugsaldri gáfu út sína útgáfu árið 1978, sem gekk ágætlega í sölu þangað til gamla fólkið klúðraði algerlega flutningi lagsins í þættinum Top of The Pops.

Árið 1993 kom lagið út á smáskífu með Deboruh Gibson og Craig MacLachlan sem léku í uppfærslu Grease á sviði í Lundúnum. Ein af mínum uppáhaldshljómsveitum The Beautiful South gerði óvenjulega útgáfu af laginu sem er á plötunni Goldiggas, Headnodders and Pholk songs og mun sú útgáfa fljótlega heyrast á Útvarpi Sögu.

Breska hljómsveitin McFly gaf lagið út ásamt safni annarra tökulaga árið 2007, en ég held að áhugaverðasta útgáfan sé þó sú frá Tenacius D ásamt Andy Serkis sem lék Gollum í Hringadróttins-þríleiknum og sögur herma að muni leika Kolbein Kaftein í Tinnamyndum þeirra Peters Jackson og Stevens Spielberg.

En hér kemur ljóðið:

I got chills, they're multiplyin', and I'm losin' control
Cause the power you're supplyin', it's electrifyin'

You better shape up, cause I need a man,
and my heart is set on you
You better shape up, you better understand,
to my heart I must be true
Nothing left, nothing left for me to do

Chorus:
You're the one that I want
(you are the one I want), ooh ooh ooh, honey
The one that I want (you are the one I want),
ooh ooh ooh, honey
The one that I want (you are the one I want),
ooh ooh ooh, honey
The one I need (the one I need),
oh yes indeed (yes indeed)

If you're filled with affection,
You're too shy to convey
Meditate my direction, feel your way

I better shape up,
cause you need a man
I need a man,
Who can keep me satisfied
I better shape up, if I'm gonna prove
You better prove, that my fate is justified
Are you sure?
Yes I'm sure down deep inside


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband