Pirr yfir heiðursmannasamkomulagi

Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.

Kann þetta fólk ekkert annað en eyða peningunum okkar? Mér skilst að nú sé svo komið að það sé of mikil tímasóun fyrir þau að bíða á flugvöllum þannig að einkaþota á leigu leysti það vandamálið.

Það mun víst vera heiðursmannasamkomulag sem veldur því að ekki má upplýsa þjóðina um hvað er verið að eyða peningunum okkar í. Að sögn á þessi gjörningur ekki að hafa kostað meira en almennt farþegaflug en einhverjir hafa reiknað út að kostnaðurinn hafi verið 6 milljónum króna hærri.

Ég fyrir mitt leyti gæti gert margt gott fyrir sex milljónir króna, og efast ekki um að flestir séu sammála mér um það! En það er víst betra að nota féð til að koma ráðherrum milli staða. Enda kannski eins gott að hafa þá nógu langt í burtu. Er Björn Bjarnason annars kominn frá Chile, og til hvers í ósköpunum fór hann þangað, hvað kostaði ferðin? Og þarf hann nokkuð að koma til baka?

Pirr.is


mbl.is Evrópu ekki skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sammála

Einar Bragi Bragason., 2.4.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Af þessari hegðun þeirra að dæma, getur ekki verið langt þangað til að maður fer að geta breytt málshættinum. "Róm var ekki byggð á einum degi" yfir í "Ísland var ekki brennt upp (í verðbólgu) á einum degi" Lengdi hann örlítið, þykir samt sem merkingin sé sú sama.

Eiríkur Harðarson, 3.4.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Sporðdrekinn

sammála

Sporðdrekinn, 3.4.2008 kl. 01:59

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hræðilegt að lesa um öll þessi skelfilegu flugslys og sjá svo þessa þotu lenda mjúklega.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.4.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband