Myglusveppur í Rödd Alþýðunnar

Vágestur sem heitir myglusveppur hefur herjað á allnokkrar fjölskyldur og hús þeirra hér á Íslandi á undanförnum árum. Moggabloggari einn Bylgja Hafþórsdóttir http://bylgjahaf.blog.is/blog/bylgjahaf/ varð svo illa fyrir barðinu á myglusveppinum að hún og fjölskylda hennar missti hús sitt og megnið af innbúinu, eins og ég sagði frá hér fyrr í vikunni. Það hlýtur að hafa verið hrikaleg lífsreynsla. Nú er fjölskyldan gera eins og hún getur til að rétta hlut sinn og koma lífi sínu í samt form. Einnig er í gangi söfnun þar sem þjóðin hleypur undir bagga með þessarri fjölskyldu á Hvalfjarðarströndinni.

Á mánudagsmorguninn ætlar Bylgja að segja okkur á Útvarpi Sögu í Rödd Alþýðunnar sögu sína. Við ætlum líka að heyra í Sylgju líffræðingi hjá Hús og heilsu sem ætlar að segja okkur hvað myglusveppur er, hvernig fólk getur áttað sig á að hann sé að hreiðra um sig í hýbýlum þess og hvað er til ráða ef hann gerir vart við sig.

Ég hvet alla til að hlusta á mánudagsmorguninn milli kl. 7 og 9.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Gott framtak, örugglega margir sem hafa ekki hundsvit á þessu..... og þar á meðal ég

Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég vona að þessi erfiða saga verði öðrum til upplýsingar og geti kannski komið fyrir að einhver lendi í sömu stöðu og Bylgja og fjölskylda. Ég vona líka að þjóðin geri eins og hún getur við að aðstoða að koma fótunum aftur undir þau, það er frekar erfitt að skulda 10 milljónir af húsi sem er ekki lengur til.

Markús frá Djúpalæk, 29.3.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Úff já segðu, nógu erfitt er að borga fyrir þakið sem að maður hefur yfir höfðinu.

Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa ábendingu. Ég mæti snemma í vinnuna og hlusta.

Sigurður Þórðarson, 29.3.2008 kl. 20:50

5 identicon

Er einmitt að smúla allt út hjá mér,þessa dagana og hreinsa vel og mála.Það er rétt einsog ,,sporðdrekinn,, sem hér á undan ritar  að sumir hafi ekki hundsvit á þessu,ég er í þeim hópi,mun pottþétt hlusta á mánudag.

Númi (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband