Nú spyr ég...

...þarf ekki að vera til leið til að menn sem eru teknir grunaðir um eitthvað fái úrlausn sinna mála STRAX en geti ekki samdægurs farið út og valdið sömu hættunni? Auðvitað þarf að muna að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð, en fjandakornið það sést á mönnum hvort þeir eru drukknir og áfengismælar taka af allan vafa. Á ekki að stinga mönnum afsíðis meðan sem þannig er ástatt um en ekki gefa þeim tækifæri á að setjast upp í næsta bíl til að valda hugsanlega stórslysi? Ég held að þeim löggæslumönnum sem þurftu að sleppa manni sem slíkt fremur líði nú ekki vel á eftir. En það er ekki viö lögregluna að sakast, hún vinnur sín verk að lögum. Það þarf bara skýrari og ákveðnari lagasetningu.

Og ég spyr, á maður sem hefur FIMM SINNUM á stuttum tíma verið tekinn við að aka undir áhrifum lyfja ekki að vera einhvers staðar annars staðar en úti að aka?


mbl.is Tekinn tvisvar sama kvöldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Er ekki löggæslan að brjóta eigin lög þegar hún hleypir ölvuðum einstaklingum út "á almannafærið" sem þeir lögum samkvæmst mega ekki sjást á... eftir að hafa verið staðnir að verki við að brjóta önnur landslög?

Skrítið réttarkerfi þetta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.3.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Samt sniðugt að vera glæpon hérna...

Markús frá Djúpalæk, 29.3.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vandfundið vinsamlegra glæpaumhverfi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.3.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Auðvitað á að taka harðar á þessu. Fólk er jú að sýna mikið gáleysi með þessu og geta valdið dauða annarra.

Sporðdrekinn, 29.3.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband