Leiðtogar með húmor
25.3.2008 | 11:06
Ætli það sé ekki þannig að þeir leiðtogar sem kippa sér ekki upp við smá kerskni njóti meiri virðingar og vinsemdar þegna sinna en þeir sem láta banna grínið? Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni.
Þeir eru óteljandi brandararnir um Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Árna Johnsen og alla hina stjórnmálamennina. Ég held nú að grínið sem gert hefur verið að þessum mönnum hafi ekki minnkað virðingu þeirra. Hafi hún minnkað gæti nú ástæðan verið önnur en spaug og spé landsmanna, leikra eða lærða.
Eða hvað?
Alls ekki neitt fyndið! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Facebook
Athugasemdir
Já og stundum er grínið sjálft dauðans alvara. Eins og ævinlega þegar ég sá mynd af Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni saman datt mér í hug þeir kumpánar Hreiðar heimski og Grímur grautarhaus!
corvus corax, 25.3.2008 kl. 11:41
"Enginn sparkar í hundshræ"
Það er þó nokkur virðing fólgin í því að gert sé grín að manni, maður er þá allavega gríns verður. Dauðyfli eru til sem maður stríðir ekki einu sinni.
Sá sem þorir að gera grín að sjálfum sér og þolir að gert sé grín að honum (jafnvel tekur þátt í því) er sterkur og oftast skemmtilegur. Hinir eiga bara eiginlega bágt og ættu að fara í viðtal e-s staðar
Það hafa líka sumir frammámenn tekið það fram að þeim hafi fyrsr fundist þeir "alvöru" þegar loks var tekið á þeim í Spaugstofunni (í Skaupinu hjá "lengra komnum")
Beturvitringur, 25.3.2008 kl. 17:27
Beturvitringur, það er svo sannarlega mikið til í þessu. Ég hef einmitt oft heyrt þetta viðhorf, að mönnum finnist þeir loksins komnir á blað þegar gert er að þeim grín. Góðlátlegt grín hefur engan drepið svo vitað sé.
Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 18:06
9854 BITCH!!!
Markús Þ Þórhallsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 03:23
Svona upplýsa lesendur þá var það einhver ennþá fyndnari en ég sem skrifaði næstu athugasemd á undan.
Markús frá Djúpalæk, 26.3.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.