Mannaveiðar

mannaveidarÁ fáeinum dögum eru þrír gæsaveiðimenn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögreglunni berst orðsending frá morðingjanum sem segir: "Ég veiði menn og sleppi aldrei ...

Fyrsti þáttur íslensku glæpaþáttaraðarinnar Mannaveiðar hefst í ríkissjónvarpinu í kvöld. Ég er mikill aðdáandi glæpasagna og -þátta, einkum af breska skólanum. Það sem ég hef séð úr þessum þætti lofar góðu þó ekki sé efnið mjög breskt að sjá, fínir leikarar og greinilega allmikil spenna á ferðum. Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson leika aðalhlutverkin, lögreglumennina Hinrik og Gunnar sem annast rannsókn málsins.

Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrir Mannaveiðum en hann gerði spennumyndina Köld slóð árið 2006 og sjónvarpsmynd byggða á Njálssögu árið 2003.

En þá er komið að smá játningu. Ég verð þrátt fyrir áhuga minn á glæpasögum nefnilega að viðurkenna að ég hef ekki lesið Aftureldingu, bók  Viktors Arnars Ingólfssonar frá 2005,  sem Mannaveiðar eru byggðar á. Ástæðan er sú að ég reyndi að lesa Flateyjargátu eftir sama höfund og mér leiddist. Hrikalega. Samt hafði sagan sú fengið mjög fína dóma þannig að kannski gef ég henni bara annan séns. Og höfundinum. Kannski verður líka ágætt að kynnast sagnaheimi hans á sjónvarpsskjánum.

Viktor Arnar sem er menntaður byggingatæknifræðingur hefur gefið út nokkrar glæpasögur, þá fyrstu árið 1978 og aðra árið 1982. Síðan liðu 16 ár þar til hann kvaddi sér hljóðs á ný, þá með sögunni Engin spor sem hlaut mjög góðar viðtökur lesenda. Flateyjargáta kom út 2003 og Afturelding 2005. Hann hefur tvívegis verið tilnefndur til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Bækur hans hafa verið gefnar út víða í Evrópu, meðal annars í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og Sviss.

Heimasíða eða vefdagbók Viktors Arnars er hér: http://www.mmedia.is/vai/vaidagbok.htm

Til gamans eru hér útdrættir úr ritdómum um Aftureldingu:

*Bókin byrjar firnavel á spennandi lýsingu á skotbardaga morðingjans og fyrsta fórnarlambsins. Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás og gerir sig ekki líklegan til að sleppa . . . Viktor Arnar slær sjaldan slöku við og heldur lesandanum á tánum allt til loka. Viktor Arnar hefur enn sem komið er vaxið með hverju verki sínu og Afturelding gefur enga ástæðu til annars en að hlakka til næstu bókar. Bergsteinn Sigurðsson Fréttablaðið 23. nóvember 2005.

*Afturelding er vel skrifuð skáldsaga . . . með því að gera dýraveiðar að umgjörð frásagnarinnar tekst Viktori á snjallan hátt að réttlæta notkun skotvopna og sviðsetningu skotbardaga. Björn Þór Vilhjálmsson Mbl. 15. nóvember 2005.

*Fléttan er ekki eins stórkostleg og í Engin spor, persónur ekki eins lifandi og skemmtilegar og í Flateyjargátu, en samt er hér um fyrirtaks skemmtun að ræða. Alls konar smærri atriði hjálpa frásögninni áleiðis en verða aldrei fyrirferðarmikil. Höfundur lætur ekkert trufla sig í þeirri viðleitni að skrifa góða glæpasögu. Niðurstaðan er enda sú að Afturelding er góð glæpasaga. Aðdáendur Viktors munu þó hugsanlega sakna skrýtilegheitanna úr hinum sögunum, þessara atriða sem lyftu þeim upp en færðu þær kannski um leið í átt frá hefðbundnum glæpasögum. En þessi lesandi hérna var eldfljótur að gleypa í sig Aftureldingu og naut lestursins í hvívetna.

Ingvi Þór Kormáksson, nóvember 2005.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég las einmitt Flateyjargátu og fannst hún svo frábær að ég gleypti í mig Aftureldingu ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kannski var ég bara í glæpsamlegu óstuði þegar ég reyndi að lesa Flateyjargátu. Mér líst ekki illa á þessa nýju þáttaröð, en miðað við lengd þáttarins (eða öllu heldur hve stuttur hann var) held ég að atburðarásin fljúgi af stað í næsta þætti.

Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Röðin lofar góðu - nema mér finnst alltaf aðeins spilla fyrir íslenzkum leikurum hvað þau "leika" mikið...... Kemur út eins og þau séu að feika

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, sumir eru enn fastir í sviðsleiknum. Mér fannst það reyndar ekkert áberandi sem betur fer. Mér fannst Gunnar Eyjólfsson stela senunni þó hann segði ekki nema örfá orð. Ég býð spenntur næsta sunnudags, þó ég sofi nú sæmilega rólegur þangað til.

Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 23:11

5 identicon

Ég komst heldur ekki í gegnum Flateyjargátu, byrjaði 2 á henni. En ég flaug í gegnum Aftureldingu loksins þegar ég byrjaði á henni. Ég var ekki spennt að byrja á henni þar sem þetta fjallaði um gæsaveiðar, en ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum.

Sigrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég er mjög hissa á því að þið vælið yfir leik í Mannaveiðum.

Finnst hann áberandi betri en oft... nei alltaf áður.

Það er ekki þessi sér Íslenski ofleikur drama Sjeikspír, Íslenskir leikarar vilja oftast fá Grímuna þó textinn sé bara: réttu mér mjólkina.

Gísli og Darri frábærir, áreynslulausu leikur og mjög flottar persónur, er ekki viss hvort maður eigi að gefa leikrunum það eða leikstjóranum.

Mun betur leikið en Pressan til dæmis og bara allt Ísl. drasl!

Velkomin í heimin!

Þórður Helgi Þórðarson, 25.3.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Doddi minn, ég var allavega Mér fannst það reyndar ekkert áberandi sem betur fer, sagði ég, ungi maður. En mér líst ljómandi vel á þennan þátt.

Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 14:04

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta kom eitthvað undarlega út, átti að vera að ég hefði ekkert verið að tuða yfir leiknum.

Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 14:05

9 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þú kemur alltaf undarlega út, ættir að halda þig inni !

Þórður Helgi Þórðarson, 25.3.2008 kl. 14:11

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Svo má heldur ekki gleyma hvað ég er ófríður...

Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 15:44

11 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Heyrðu vinur ekkert svona! Hvað helduru að Þórhallur segji núna?

Þórður Helgi Þórðarson, 25.3.2008 kl. 15:56

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ætli hann segi ekki bara "Ertu sáttur við mig vinur?"

Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 18:05

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

ROFLMAO

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.3.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband