Ekki er öll vitleysan eins
24.3.2008 | 15:16
...hvernig er hægt að telja mannlega hauskúpu vera af dýri? Nema sá sem hauskúpuna átti hafi verið einstaklega ófríður í lifanda lífi.
Svo er líka búið að skemma spennuna fyrir okkur, loksins þegar við héldum að við gætum beint sjónum okkar í örskotsstund frá frjálsu falli efnahagslífs landsins inn á meira spennandi og dularfullar brautir.
Stofustáss var það þá eftir allt.
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segi það með´ér! Hvernig er hægt að ruglast svona......................?
Ég er með miklu meira spennandi tilgátu. Meintur eigandi "húsmunsins" hafði eitthvað að gera með hið dularfulla hvarf fyrir 30 árum síðan...........
Framhald í næsta blaði
Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:37
Úje - æsispennandi!
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 15:44
Þótt um stofu djásn hafi verið þá kom hauskúpan einhverstaðar frá. DULÓOOO
Svaraði þér á mínu bloggi.
Halla Rut , 24.3.2008 kl. 16:52
Svo sannarlega satt. Gátan er engan vegin leyst - og það sem mér finnst magnað er að þetta með eiganda hjólhýsins - að eiga hauskúpu í mörg ár og fatta ekki að þetta sé mannleg kúpa. Ég kaupi það ekki alveg.
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 16:54
Nú er jafnvel verið að gera því skóna að hauskúpan hafi komið frá útlöndum.
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 19:02
Jasso! Liggur nokkur undir grun...?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.3.2008 kl. 03:11
Helga - ætli þetta sé ekki bara hauskúpa af Cro-Magnon manni
Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.