Dauðans vitleysa er þetta!
27.2.2008 | 09:22
Það er engum greiði gerður með svona ákvörðunum. Sparigrísir hafa verið til næstum eins lengi og fólk hefur sparað peninga, og ef það á að fara að breyta grísunum þremur í gömlu evrópsku ævintýri í kettlinga og Grislingi hinum síhrædda í veit ekki hvað held ég að sé kominn tími til að við hugsum okkar gang!
Það að við megum ekki halda í einhverjar hefðir okkar til þess að móðga ekki einhverja með aðra siði er meiri rasismi en sá sem verið er að reyna að eyða með þessum kjánalegu ákvörðunum.
Hættiði þessu!
Viðbót kl. 12:54 27.febrúar 2008. Nú er því haldið fram að hér sé flökkusaga á ferð og stólpagrín gert að moggabloggurum fyrir að missa sig yfir þessu. En hvort sem þetta er grín, flökkusaga eða eitthvað annað, breytir það ekki þeirri staðreynd að við Vesturlandabúar erum búnir að gefa eftir á mörgum sviðum af ótta við að móðga fólk af öðrum uppruna, af annarri trú. Nægir þar að nefna x-mas og holiday þvæluna hjá enskumælandi og fjarlægingu svínakjöts af matseðli grunnskólanemenda víða um lönd. Margvísleg önnur dæmi má örugglega nefna, og þessi frétt var ekkert ólíklegri en annað varðandi þjónkun okkar við aðflutta. Þessum orðum mínum má ekki taka taka þannig að ég hafi eitthvað á móti innflytjendum eða öðrum trúarbrögðum en kristni, en það er alger óþarfi að steingelda allt til þess eins að komast hjá því að móðga nokkurn mann. Það gengur ekki upp, sá sem ætlar að þóknast öllum, þóknast engum.
Sótt að gríslingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Athugasemdir
Eins og ég segi að ef þér líkar ekki menning og siðir í einhverju landi, ekki flytja þangað þá! Ótrúlegt hvað ekkert má í dag án þess að móðga ákveðna trúarhópa.
Grétar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:30
Þessi misskilda kurteisi er farin að færast út í miklar öfgar, lengi hefur ekki mátt tala um Christmas í enskumælandi löndum. Það má ekki hætta á það að móðga einhverja trúarhópa með því en það er allt í lagi að afbaka nafn mestu trúarhátíðar kristinna manna. Þetta er auðvitað bara aumingjaskapur og eitthvað furðulegt þýlyndi svei mér þá!
Markús frá Djúpalæk, 27.2.2008 kl. 09:33
Sparigrísinn á sögu sína að rekja til orðsins pygg sem er einhverskonar leirkrús að mig minnir, en svo var einhver leirkerhandverksmaður sem misskildi þetta eitthvað og útbjó þessa skrús úr eftirmynd af svíni, þaðan er því svínssparibaukur komin
Hans Jörgen Hansen, 27.2.2008 kl. 09:33
Það kom nú upp atvik í Bretlandi þar sem eldri konu var skipað af yfirvöldum að fjarlægja grísastyttur úr glugga sínum sem sneri að götunni. Þessar styttur þóttu nefnilega móðga þá er trúa á Islam. Konan hafði verið með þessar styttur í glugganum í há herrans tíð.
Adam (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:41
Alltaf gaman að fá svona fróðleiksmola með. Takk fyrir það Hans, en hvort sem sparigrísinn varð til fyrir misskilning eða af einhverjum öðrum ástæðum finnst mér engin ástæða til að slá hann af fyrir einhvern enn leiðari misskilning. Ætli íslenskir múslímar versli í Bónus?
Markús frá Djúpalæk, 27.2.2008 kl. 09:42
Gaman að svona fróðleik Hans.
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 09:45
Það er áhugavert að lesa þetta: http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=2356
Markús frá Djúpalæk, 27.2.2008 kl. 10:20
Var að lesa færslu hjá Víði
Sorglegt ef satt er
Kannski ekki alveg um sama efni og þó?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 10:43
sjá hér :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:59
Hehe touché.
Markús frá Djúpalæk, 27.2.2008 kl. 12:04
Markús, vegna fræðslu vísindavefsins um Saudi-Arabíu, þá langar mig til að benda þér á að múslimar búa víðar en þar, fjölmennasti hópur þeirra er í Indónesíu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:20
Ég er alveg vissum að múslimar á Íslandi versla í Bónus og hafa ekki hugsað sér að heimta að bleika grísnum verði slátrað, hvað þá að þeir hafi hótað Jóhannes & Co. lífláti vegna hans.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:23
Gréta Björg, ég veit fullvel að múslimar búa víðar en í Saudí Arabíu. Sennilega er fólk af arabískum uppruna ekki nema um 20% múslima. Auk Indónesíu sem þú bendir á búa yfir 100 milljónir múslima á Indlandi, í Pakistan og Bangladesh. En það sem ég var að benda á með þessarri grein var fyrst og fremst sú staðreynd að vestræn þjóðfélög eru í æ ríkari mæli að láta af ýmsum siðum og venjum til þess að sleppa við að móðga einhverja. Ég þekki nokkra íslenska múslíma persónulega og hef nokkrum sinnum tekið útvarpsviðtöl við Salman Tamimi formann félags múslima á Íslandi. Hann er hinn geðugasti maður, hófsamur og fróður. Mig minnir meira að segja að honum hafi fundist það hálfkjánaleg ákvörðun að taka svínakjöt af matseðli einhverra skóla hérlendis.
Markús frá Djúpalæk, 28.2.2008 kl. 12:50
"En það sem ég var að benda á með þessarri grein var fyrst og fremst sú staðreynd að vestræn þjóðfélög eru í æ ríkari mæli að láta af ýmsum siðum og venjum til þess að sleppa við að móðga einhverja."
Þetta er alveg rétt hjá þér, Markús, að vestræn þjóðfélög eru að breyta mjög mörgum venjum sínum nú seinustu ár og áratugi, en það er ekki bara múslimum og öðrum ekki-Evrópubúum að "kenna", heldur er það líka hommum, lesbíum, börnum og ekki hvað síst konum að "kenna" hvað það er orðið erfitt að vera hvítur karlmaður þessa dagana í þessum heimshluta.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:13
...það er að segja vilji hann ekki móðga einhverja, sem getur til dæmis verið hver sem er af þessu fólki.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:14
Greta, þú ert að snúa út úr. Með siðum og venjum sem við höfum varpað fyrir róða á ég ekki við sjálfsögð mannréttindi, sem meira að segja hafa líka aukist hjá hvítum karlmönnum á vesturlöndum síðastliðin 100 - 150 ár, hafi það farið framhjá þér. Ég finn ekki fyrir því að það sé sérstaklega erfitt að vera einn þeirra nú til dags. Ég er að tala um ótrúlegan bjánagang eins og að það megi ekki lengur tala um christmas eða borða svínakjöt, og eins þetta sem fréttin sem fylgdi upphaflegu færslunni snerist um, hvort sem hún er flökkusaga eða byggð á staðreyndum. Það eykur ekki mannréttindi eins hóps og sennilega ekki vellíðan hans heldur þó að annar þurfi að láta af siðvenjum sem tíðkast hafa um aldir
Markús frá Djúpalæk, 28.2.2008 kl. 23:46
Er ekki eðlilegast að einhver sem flytur sjálfviljugur til annars lands taki upp siði og venjur þess lands í stað þess að "nýja landið" smám saman þurrki út öll sín sérkenni til að þóknast öllum hinum aðfluttu?
Markús frá Djúpalæk, 28.2.2008 kl. 23:50
Markús, það væri gaman ef þú vildir lesa þessa færslu mína, þar sem skýring fæst á því hvaðan síðasti hlutinn af fréttagrein Moggans er upp runninn. Gaman væri líka að fá þitt álit á þessu sem ég segi þarna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:01
Er ekki töfraorðið í þessarri umfjöllun allri: víðsýni?
Markús frá Djúpalæk, 29.2.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.