Forbrydelsen
25.2.2008 | 20:11
Ertu einlægur aðdáandi dönsku þáttanna um glæpinn? Hefur þú núna velt fyrir þér yfir 19 þáttum hver geti verið morðinginn? Langar þig að setjast niður og spjalla við aðra um hvernig þér finnst þættirnir og hver geti hugsanlega verið morðinginn? Ef þú ert á þessarri línu langar mig að biðja þig að hafa samband við mig því mig langar að fá tvo forfallna Glæps-aðdáendur í Síðdegisútvarpið á Sögu á morgun til að spjalla um þættina, hugsanlegan morðingja og annað sem tengist þessum frábæru þáttum. Hafðu samband við mig hér, eða í netfangið markusth@internet.is .
Athugasemdir
Já það er ég! Ég er búin að finna morðingjann í hverjum þættinum á fætur öðrum - meira að segja ákvað ég að löngu dauður kall hefði drepið stelpuna.
Ég er líka einlægur aðdáandi alls þess sem danskt er. Ég hef lagt það til að íslendingar gangist aftur undir stjórn dana Ég er á því að öllu hafi farið aftur síðan við fengum sjálfstæði........
Ég skal svo sannarlega hlusta á þáttinn þinn á morgun! Klukkan hvað ertu?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:36
Á morgun er ég kl. 16-18. Vona bara að ég finni einhvern sem nennir að tjá sig um þetta. Þá verðurðu kannski aðdáandi minn ofan á aðdáun þína á öllu þessu danska
Markús frá Djúpalæk, 25.2.2008 kl. 21:14
Hugsanlega........
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 21:17
Markús frá Djúpalæk, 25.2.2008 kl. 21:20
Ég sé þú kannt eitthvað í færeysku.... það gæti nú líka skilað þér eitthvað aðeins áleiðis Ég meina Færeyjar eru nú alveg í leiðinni
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 22:06
Ekki slæmt það Tað ber eisini til at goyma leinki til annað tilfar, og at senda bæði sløg av leinkjum við telduposti til onnur.
Markús frá Djúpalæk, 25.2.2008 kl. 22:16
liðugt.........
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 22:34
Veit hver er morðinginn og er búin að vita í nokkra þætti, sá brot úr viðtal á DR1 um þetta mál og þar kom í ljós að meira að segja leikararnir fengu ekki að vita hver væri morðinginn fyrr en í lokinn. Allir búnir að vera grunaðir á tímapunkti. Er samt ekki búin að horfa mikið á danska spennuþætti en grenja út hlátri yfir Trúðnum á fimmtudögum. Gangi þér vel að finna einhvern
Sigrún (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:40
Takk fyrir það Sigrún. Danir eru aldeilis að hressast í sjónvarpsþáttagerð. Trúðurinn er eitthvað það fyndnasta sem gert hefur verið í sjónvarpi, einkum vegna þess að líkt og Mr. Bean lenda þeir félagar í mjög hversdagslegum aðstæðum sem þeir vinna einstaklega illa úr. Þar liggur snilldin, maður hlær og líður líka pínulítið illa inni í sér yfir aulaganginum.
Markús frá Djúpalæk, 26.2.2008 kl. 10:45
Markús! Eru danir að hressast? Hefurðu gleymt Matador? Landsbyen? Nikolaj og Julie? Örnen?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:18
Já búinn að steingleyma þeim... nei Hrönn, þeir eru svona inni í hressingunni
Markús frá Djúpalæk, 26.2.2008 kl. 14:19
Þessi umfjöllun frestast vegna skorts á viðmælendum.
Markús frá Djúpalæk, 26.2.2008 kl. 17:26
á dönsku Dúa? Þátturinn gæti þá heitað..... Dúa steppar á dönsku í umsjón Krúsa Halls...........
Ég er svolítið hissa Markús! Ég hef alltaf haldið að "þarna úti" væri svo mikið af fólki, stútfullu af skoðunum........
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.