Virðing

Þeir Salman Tamimi formaður félags múslíma á Íslandi og Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur voru í viðtali hjá mér í síðdegisútvarpinu á Sögu í dag. Þeir ræddu fram og til baka um þessar myndbirtingar og voru báðir þeirrar skoðunar að grín sem ekki væri fyndið og eingöngu til þess gert að særa verðmætustu tilfinningar þeirra sem grínið beindist að væri í raun og veru ekkert grín.

Það var einnig greinilegt á máli þeirra að þeir voru mjög á móti ofbeldishótunum þeirra sem ekki finnst þetta fyndið. Enda er það nú þannig að flestir vilja bara fá að lifa í friði og spekt án mikilla átaka, þannig er mannfólkið bara hvort sem það býr á Íslandi eða í Afganistan.

Þeir sögðu frá samstarfshópi allra trúfélaga á Íslandi sem stefnir að því að auka víðsýni milli þeirra, með ýmsum hætti þar á meðal með því að láta forystumenn félagana kynnast innbyrðis og með því draga úr hugsanlegum erjum þeirra á milli. Einnig reifuðu þeir nokkrar hugmyndir sem uppi eru til að koma skilaboðum út í samfélagið um að trúfélög geti unnið saman og lifað saman en þurfi ekki að standa í erjum sín á milli.

Þeir veltu fyrir sér fjölmenningarsamfélaginu og framtíð þess ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Þessi þáttur verður endurtekinn á Útvarpi Sögu eftir miðnætti og svo aftur um helgina. Þá sem hafa áhuga á þessum málum hvet ég til að reyna að ná endurtekningunni.


mbl.is Endurbirtingu skopmynda mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inqo

geta múslimar ekki virt málfrelsi í danmörku?

hefur þú eitthvað fylgst með mótmælum múslima eða viðtölum við þá t.d. í danmörku eða bretlandi? er ekki óvirðing að brenna fána annara landa?

bara spyr?

inqo, 15.2.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jú, það eru allir hugsandi menn sammála um að það sé óvirðing. Hreinasta hörmung og til skammar fyrir alla þá sem þannig hegða sér. Múslimum er mjög brugðið yfir þessum myndbirtingum, en það er ekki hægt að samþykkja líflátshótanir og aðra illsku þrátt fyrir það. Það gerði Salman Tamimi til dæmis ekki í þessu viðtali, hann var mjög á móti slíkri hegðun trúbræðra sinna. Ég hef fylgst mjög vel með þessum málum. Málið er nefnilega það að fólk þarf að læra að bera virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum og það virkar á báða, eða alla bóga. Annars næst aldrei árangur. Málfrelsi er mjög vandmeðfarið og því eru settar skorður víða um veröld, meira að segja hér á Íslandi og um öll vesturlönd, sbr. ákvæði um meiðyrði.

Markús frá Djúpalæk, 15.2.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: Íris

ég sem múslimi er á móti þessu ofbeldi sem verið er að sýna.  En taka verður í reikninginn að múslimar eru milljónir!!!!!! margar milljónir!  hve mörg prósent af þeim eru að mómæla með ofbeldi?

svo....Ingólfur!  hvaða málfrelsi?   þarf að gera grín að því sem er heilagt fyrir öðrum stöðugt???  er það málfrelsi?   hver er tilgangurinn?   

Með borgarstjóramálin sl vikur.......er það ekki málfrelsi fyrir spaugstofumenn að gera grín að því en margir voru sko ekki á þeirri skoðun.   Er það kannski bara þegar það hentar okkur?

 Hafa múslimar gert grín að kristnu fólki og því sem þeim er heilagt???  ekki veit ég til þess!  

Íris , 15.2.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: The Jackal

Þetta fólk eru verstu hræsnarar og ég get ekki fundið nógu góða ástæðu til að sýna þeim virðingu, ef ég á að segja eins og er.

The Jackal, 15.2.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvaða fólk áttu við Sjakali?

Markús frá Djúpalæk, 15.2.2008 kl. 19:40

6 Smámynd: Beturvitringur

Svo ég taki þetta úr stóra samhenginu og setji í lítið, sem er jafn satt m.v. samhengið. Þegar mér var strítt; reynt að særa mig (einelti? var allavega ekki kallað það þá) sagði mamma að ég skyldi ekki þykjast taka eftir því sem verið væri að segja eða gera, þá væri þetta ekki lengur spennandi fyrir stríðnispúkana. Nú má setja þetta aftur í stóra samhengið. Skilið?

Engar líkamsmeiðingar voru í spilinu í "litla samhengi"

Beturvitringur, 15.2.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fjölmenning er kjaftæði.

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.2.2008 kl. 22:22

8 identicon

Magnús Þ. - Þér hefur ekki dottið í hug að spyrja þessa háu herra sem voru í viðtali hjá þér, hver ætti að ákveða hvað teldist fyndið og hvað ekki? Ég sá þessar 12 myndir sem birtar voru í Jyllands Posten og fannst þær flestar fyndnar, tvær eða þrjár jafnvel verulega fyndnar. Er þá ekki málið dautt? Þær eru fyndnar og þar með ekki "eingöngu til þess gert að særa verðmætustu tilfinningar þeirra sem grínið beindist að"

Gulli (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Gulli, ég heiti Markús. Ég spurði einmitt hvort það væri ekki bara sárasaklaust grín að teikna svona myndir, slíkt þyrftu margir að þola og hefðu þurft að þola í gegnum tíðina. Í mínum augum voru þessar myndir voða sakleysilegar og sumar fyndnar. En það er nú einmitt þannig að það sem einum finnst agalega fyndið finnst öðrum hið mesta níð. Skemmst er minnast grínsins sem gert var að Ólafi F. Magnússyni í Spaugstofunni. Það voru ekki allir jafn sammála um hversu fyndið það hefði verið. "Þær eru fyndnar og þar með ekki "eingöngu til þess gert að særa verðmætustu tilfinningar þeirra sem grínið beindist að"" segir þú, þannig að þú ert greinilega maðurinn sem á að ákveða hvað er fyndið og hvað ekki. Ekki satt?

Markús frá Djúpalæk, 16.2.2008 kl. 04:04

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Beturvitingur, ég skil hvað þú átt við og það var líka aðeins talað út frá þessum punkti í viðtalinu.

Markús frá Djúpalæk, 16.2.2008 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband