Finnst fólki fegurð í þessu fólgin?

veggjakrotHvað er til ráða?  Húseigendur út um alla borg eru að verða fyrir tugþúsunda tjóni af völdum þessarra gangandi listamanna. Jafnframt heyrast sögur af því að bílar og önnur verðmæti hafi líka orðið fyrir barðinu á þessu. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn, þetta er vandamál sem er mál að linni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er með öllu ólíðandi. Borgin er skelfilega ljót

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Spreiattann!!!!!!!!!!

Ég á einhverja krakkagemsa spreia heima hjá mér... Í stað þess að æpa á þá þá bað ég þá að koma til mín og tala við mig.. Ég reyndi að koma þeim í skilning hvaða skaða þeir væru að valda og bað þá að setja sig í spor eigandans. Ég er alveg sannfærður að þeir hafi stein hætt þessu síðan þá...

Brynjar Jóhannsson, 5.1.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Hvað er til ráða?

Sekta mikið, og þungt, þá sem uppvísir verða að slíkum skemmdarverkum.  Nú er t.d. vitað hver "MLC" - eða hver áletrunin er - er.  Þá er ekkert eftir annað en að aka um borgina og finna alla þá staði þar sem "MLC" stendur og láta viðkomandi boga fyrir hreinsun/málningu á þeim stöðum.  Ég t.d. sá "MLC" áletrunina á gamla pósthúsinu í Pósthússtræti, sem nú hýsir Hitt Húsið, í gærkvöldi.

Koma upp aðstöðu, miðsvæðis, og í hinum ýmsu hverfum, þar sem graffarar, taggarar og hvað þeir nú kalla sig þessir aðilar, sem þetta stunda, geta fengið útrás fyrir "listsköpun" sína.  Það er alveg ljóst að sumar af þessum veggjamyndum "murals" (upp á ensku) eru hrein og klár listaverk og til mikils sóma fyrir þá sem þau sköpuðu.  Ég held að slíkt sé kallað upp á "ísl-ensku" graff. 

Meirihlutinn af hinu svokallaða "tag-i" ("MLC" o.s.frv.) er hinsvegar eftiröpun eirðarlausra unglinga (kannski alhæfing hjá mér) á viðlíka "merkingum" gengja í fátækrahverfum bandaríkja Norður Ameríku.  Slíkt er ekkert annað en skemmdarverk. 

Sama er hægt að segja um "tísku" ungra drengja og manna í dag þ.e. að hún er eftiröpun á "tísku" fátækrahverfanna í BNA, sem hefur færst yfir í einhver "fræg" vörumerki.  Fæstir sem klæða sig upp í þessa "tísku" (með klofið á buxunum hangandi niður undir hné þ.a. það skín vel í skítugar nærurnar) gera sér hinsvegar grein fyrir því hvaðan þessi "tíska" er sprottin.  Hún er nefnilega sprottin, eins og ég ritaði hér að ofan úr fátækrahverfum BNA (ghettos) en þar hafa ungmenni ákveðið að klæða sig á þennan hátt til að "finna til samkenndar" með fangelsuðum félögum sínum.  Það fyrsta sem gert er þegar þessir "félagar" eru handteknir og fangelsaðir er að buxnabelti viðkomandi eru fjarlægð þ.a. buxurnar falla niður um mjaðmirnar (eins og "tískan" er á Landinu Bláa í dag) þ.a. skín í nærurnar.  Þaðan kemur þessi "tíska" fyrir þá sem ekki vita það nú þegar!!!  Og nú spyr sá sem ekki veit, hvernig samkenna ungmenni á Íslandi sig við fangelsaða glæpamenn í BNA!!!!!!!!!!

Snorri Magnússon, 5.1.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Nei að mínu mati er þetta ekki fegurð en kannski á þessi eftir að verða voða klár ef að hann fær að æfa sig

Það væri stór sniðugt að finna eitthvað gamalt og ónothæft húsnæði einhverstaðar sem að ekki ber mikið á því og leyfa krökkunum að tjá sig á sinn hátt. Þá kannski fá önnur hús frið fyrir spreyjuvörgum.

Sporðdrekinn, 5.1.2008 kl. 21:58

5 identicon

Eg er hræddur um ad menn seu ad misskilja ut af hvad tagging gengur.  Eins og kom fram i frettinni um Laugaveginn, thå eru 2 gengi ad merkja ser stadi, alveg eins og kettir, hundar og ønnur dyr.  Thannig ad loka thå inni i einhverju husnædi sem yfirvøldin hefdu uthlutad theim, er daudadæmd hugmynd.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 08:47

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, þetta snýst semsagt ekki um neina ófullnægða listræna þrá?

Markús frá Djúpalæk, 9.1.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband