Er kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana?
11.12.2007 | 15:33
Þessa grein rakst ég á, á dv.is:
Smásaga eftir skáldin Megas og Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, þar sem skopast er að kvennafrídeginum, fæst hvergi útgefin. Í viðtali við Menningu, fylgirit Fréttablaðsins, í dag segir Þórunn að enn sé kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana.
Orðrétt segir Þórunn: Þessar konur ofsóttu á sínum tíma gamla ídealið, venjulegt fólk, fallegar ofurkvenlegar lítilþægar, ofurskreyttar og þjónustusamar konur og ofurkarlmenn sem voru svona Clint Eastwood týpur og ferlega frekir alfaapar ... svo má ekki skopast með þær. Það er eitthvað að þegar má einu sinni gera grín. Það á að gera grín að öllu, það er eina leiðin til að þola álagið sem fylgir mannlífinu og menningunni.
Við erum öll að verða svo há-heilög, er það ekki?
Athugasemdir
Fjöldinn allur af sögum fást ekki útgefnar á Íslandi , af því að þær þykja ekki nógu góðar og/eða ekki nógu sölulegar.
Höfundar þeirra kvarta samt fæstir yfir meintri mismunun á opinberum vettvangi.
Svala Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:19
Það hlýtur þó að teljast til tíðinda að Megas og Þórunn Erla Valdimarsdóttir fáist ekki útgefin......
Snorri Magnússon, 12.12.2007 kl. 23:06
Hvar fær fólk yfir höfuð gefnar út smásögur? Ég bara spyr. Í Lesbók moggans?
Svala Jónsdóttir, 13.12.2007 kl. 11:53
Hvaða væll er þetta eiginlega er þér e-h illt í kúlunum hihihihihih
Vignir Arnarson, 13.12.2007 kl. 15:56
Nú er það bara gleðileg jól!
Valgerður Halldórsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:28
Legrembum landsins hefur vaxið fiskur um hrygg svo úr er orðið óféti sem nagar allt niður sem er ekki samkvæmt nýheilögum fræðum þeirra. En þær eru sjálfum sér verstar.
Ævar Rafn Kjartansson, 22.12.2007 kl. 15:00
Og gleðileg jól
Markús frá Djúpalæk, 23.12.2007 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.