Lausnin er fundin!

Eða fyndin 

NASA var að taka viðtöl við fók sem átti að senda til Mars. 
Aðeins mögulegt var að senda einn einstakling en sá hængur var á að 
hann gæti ekki snúið aftur til jarðar.

Fyrsti viðmælandinn var Geir H Haarde. Aðspurður hvað hann myndi vilja fá 
borgað fyrir að fara í þessa ferð svaraði hann ,,Eina milljón dollara” og bætti við: ,,ég mun láta féð renna til Háskólanna á Íslandi”. Svo brosti hann eins og Geir einum er lagið.

Næsti viðmælandi,Ingibjörg Sólrún, var spurð sömu spurningar. Hún bað um 
tvær milljónir dollara. ,,Ég vil láta fjölskyldu mína fá eina milljón og gefa 
hina til framþróunar í kvennafræðum”.

Síðasti viðmælandinn var Guðni Ágústsson. Þegar hann var spurður hversu 
mikið hann vildi fyrir viðvikið, hvíslaði hann í eyra 
viðmælandans: ,,Þrjár milljónir dollara”.  ,,Hvers vegna viltu miklu meira en 
hinir???”, spurði viðmælandinn.

Guðni svaraði svaraði um hæl: ,,Ef þú lætur mig fá 3 milljónir, mun 
ég láta þig fá eina milljón, ég held einni sjálfur og við sendum 
Geir.”


mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband