Allt er nú til...
9.11.2007 | 18:55
..en varla hefur hann getað notað órekjanlegan farsíma í 12 ár. Eða hvað? Er svona langt síðan farsímavæðingin hófst? En talandi um farsíma, þá er ég að rembast við að reyna að komast í gegnum bók eftir Stephen King sem fjallar um það þegar allir þeir sem eru að tala í farsíma á ákveðnum tíma verða allt í einu snarvitlausir og breytast í einhvers konar geðveik, snarbrjáluð, zombísk óargardýr.
Mögnuð hugmynd, og í sögunni er okkur sýnt hvað við erum raunverulega orðin háð þessum græjum.
En annað hvort er ég að verða gamall, eða Konungurinn, því mér gengur voða illa að festa mig við söguna. Hugmyndin er samt góð, en það vantar eitthvað lím í frásögnina.
En maður spyr sig hvort þetta farsímafár sé eitthvað gott fyrir okkur, því mér finnst fólk oft vera orðið þjónn símans en ekki öfugt. Það er aldrei hægt að sleppa því að svara, hvort sem fólk er í röð í bankanum, á klósettinu eða úti að aka. Hvergi friður. Og til að forðast misskilning vil ég taka fram að ég er ekki barnanna bestur í þessu.
Vonandi lærum við smám saman að lifa með þessum tækjum og hættum að láta þau ráða ferðinni.
Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg er hrikalega háð símanum mínum. Finnst það samt vera mestmegnis vegna barnanna minna. Góð tilfinning að hægt sé að ná í mann hvar og hvenær sem er. En ég hef vissulega fundið fyrir því að græjan stressar mig stundum upp.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2007 kl. 21:02
Pant vera nærfatadóni líka
Brynja Hjaltadóttir, 9.11.2007 kl. 21:02
Bara lesa söguna á ensku Markús minn, þá er hún margfalt læsilegri. Þessar íslensku þýðingar eru gjarnan svo hroðalega lélegar að mann hryllir við að bera þær augum. Ég lauk bókinni og hafði nett gaman af því hvernig hann tók farsímaþrældóminn í nefið í þessari sögu :)
Tómas Þráinsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 13:55
Tómas, ég er auðvitað að lesa söguna á ensku. . . En hún er samt ekki að neista.
Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 14:15
Brynja, hvernig nærfatadóni viltu vera?
Markús frá Djúpalæk, 10.11.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.