Rokkarabærinn Hveragerði

Það má ekki gleyma því að sá mikli stórsjarmör og höfundur annars þjóðsöngs íslendinga, Magnús Þór Sigmundsson býr í Hveragerði og hefur gert um árabil. Hann sagði einmitt skemmtilega sögu af því hvernig það kom til, í Síðdegisþættinum á Útvarpi Sögu í gær. Sonur hans var í skólaferðalagi í téðum bæ, leist svo ljómandi vel á gangstéttirnar þar og suðaði í fjölskyldunni að flytja þangað. Af hverju höfðu gangstéttirnar úrslitaáhrif? Jú, stráksi var með hjólabrettaáráttu og gangstéttir þar voru svona ljómandi fínar hjólabrettastéttir.

Segiði svo að ekkert gott komi út úr hjólabrettanotkun ungmenna. Magnús Þór segist kunna alveg ljómandi vel við sig í garðyrkjubænum, því þar líði tíminn með öðrum hætti en hinum megin Hellisheiðar, hægar og hljóðar.

Kannski við ættum bara öll að flytja þangað?


mbl.is Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Magnús er yndislegur drengur og mikið þykir mér vænt um hann og konu hans, Jenný. Maggi söng Blue Jean Queen í brúðkaupinu mínu í Bláa Lóninu við undirleik Sverris Stormskers, sem spilaði fyrir okkur brúðarmarsinn á píanóið af sinni einstöku snilld. Nú er Sverrir mættur á svæðið og þá bíður maður bara eftir Magnúsi til að partýið sér perfect.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.10.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband