Vægast sagt algerlega ónauðsynlegar upplýsingar

BenHur1. Rottur geta lifað lengur án vatns en kameldýr.

2. Ef þú lætur rúsínu detta í fullt kampavínsglas fer hún upp og niður með loftbólunum í glasinu.


3. Andagarg bergmálar ekki - enginn skilur af hverju.

4. Í hestvagnaatriðinu í Ben Hur sést lítill rauður bíll í fjarska (Og Charlton Heston er með armbandsúr).


5. Að meðaltali eru 12 nýfædd börn á dag afhent röngum foreldrum...það útskýrir ýmislegt...

6. Andrés Önd var bannaður í Finnlandi, því hann er ekki í buxum.

7. Vegna þess hve mikil þörf var á málmi út af stríðsrekstrinum voru Óskarsverðlaunastyttur þeirra ára gerðar úr tré.

8. Nafnið Wendy var búið til fyrir söguna um Pétur Pan, það hafði engin kona verið skírð því nafni áður.

9. Fyrsta sprengjan sem bandamenn vörpuðu á Berlín varð eina fílnum í Berlínardýragarðinum að aldurtila.

10. Fyrsti geisladiskurinn sem var framleiddur í Bandaríkjnum var "Born in the USA" með Bruce Springsteen.

11. Charlie Chaplin lenti einu sinni í þriðja sæti í keppni um hver gæti líkst Chaplin mest.

12.Ef þú tyggur tyggigúmmí meðan þú sneiðir niður lauk, tárastu ekki.

13. Sherlock Holmes sagði aldrei "Elementary, my dear Watson."

14. Heimsmetabók Guinness er sú bók sem oftast er stolið af bókasöfnum.

15. Geimfarar mega ekki borða baunir áður en þeir íklæðast geimbúningum sínum því það getur skemmt þá að prumpa í þá.

16. Leðurblökur beygja alltaf til vinstri þegar þær fljúga út úr hellum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband